Fara í efni

Skólanefnd

10. júní 2009

222. (45) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 10. júní 2009, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi. Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla, Sonja Jónasdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku, Bryndís Loftsdóttir fulltrúi foreldra leikskóla Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

  1. Tillaga um hámarks dvalartíma barna á leikskóla. Málsnúmer 2009020004. Lögð fram tillaga um hámarks dvalartíma barna á leikskólum bæjarins. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
  2. Innritunarreglur í leikskóla.Málsnúmer 2009020004. Lögð fram tillaga að breytingu á innritunarreglum í leikskóla. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
  3. Fundargerð stoðþjónustuhóps. Málsnúmer 2009010077. Sjöunda fundargerð lögð fram til kynningar.

    Sonja Jónasdóttir og Bryndís Loftsdóttir viku af fundi kl. 8:45 og Gylfi Gunnarsson kom á fund.
  4. Erindi foreldris vegna afgreiðslu á styrk til tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags. Málsnúmer 2009030090. Skólanefnd telur að um eðlilega afgreiðslu sé að ræða og í samræmi við reglur bæjarins. Samþykkt að stofna hóp til að endurskoða reglurnar er ljúki störfum fyrir 15. október. Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Óskar J. Sandholt og Gylfi Gunnarsson tilnefndir í hópinn.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:25.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?