Fara í efni

Skólanefnd

11. júní 2009

223. (46) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 11. júní 2009, kl. 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla, Sonja Jónasdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku, Bryndís Loftsdóttir fulltrúi foreldra leikskóla Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

  1. Tillaga um hámarks dvalartíma barna á leikskóla. Málsnúmer 2009020004. Lögð fram eftirfarandi tillaga SEJ formanns skólanefndar um hámarks dvalartíma barna á leikskólum bæjarins: „Í framhaldi af samþykkt skólanefndar frá 221. fundi, dags. 20. maí 2009 þar sem samþykkt var að börn frá 12 mánaða aldri yrðu tekin inn á leikskóla bæjarins er lagt er til að börn yngri en 24 mánaða verði með 8 klst. hámarksvistun á dag. Mikilvægt er að aðskilnaður lítilla barna við foreldra verði ekki óhóflega langur á degi hverjum. Eftir 24 mánaða aldur hafa flest börn náð ákveðnum félagsþroska og hafa þörf fyrir samneyti við jafnaaldra sína og er því eðlilegt að miða við þann aldur. Sjá greinargerð frá leikskólastjórum og starfsfólki fræðsluskrifstofu." Samþykkt samhljóða.
  2. Innritunarreglur í leikskóla.Málsnúmer 2009020004. Lögð fram tillaga skólanefndar um eftirfarandi breytingar á innritunarreglum í leikskóla: Önnur efnisgrein fyrsta kafla hljóði svo: „Í umsókninni skal tilgreina æskilegan dvalartíma. Hægt er að kaupa 4 - 8,5 dvalarstundir á dag, á tímabilinu frá kl. 7:45 – 17:15. Börn yngri en 24 mánaða eiga kost á 8 klst. vistun en eldri börnin 8,5 klst.". Við fyrsta kafla bætist eftirfarandi efnisgrein: „Inntaka nýrra barna í leikskóla Seltjarnarness er að jafnaði í upphafi haustannar og aftur í upphafi vorannar." Samþykkt samhljóða.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:15

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Jón Þórisson (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?