Fara í efni

Skólanefnd

134. fundur 08. desember 2003

Málefni leikskóla
Dagskrá:
1. Fundargerðir 3. og 4. fundar leikskólastjóra og leikskólafulltrúa
2. Tölulegar upplýsingar um leikskóla Seltjarnarness í nóvember 2003.
3. Þátttaka leikskólastarfsmanna í endur- og símenntun.
4. Ályktun frá Faghópi leikskólastjóra dagsett 10.október 2003.
5. Sérkennsla í leikskólum. Bréf frá Samb.ísl. sveitarfélaga, dagsett 5. september 2003.
6. Ársskýrslur leikskólastjóra í Mánabrekku og Sólbrekku.
7. Gjaldskrá leikskóla. Tillaga að afslætti ef annað foreldrið er í fullu lánshæfu námi.
8. Kynningarbæklingur fyrir leikskóla.
9. Önnur mál


Fundarstjóri: Bjarni Torfi ÁlfþórssonFundarritari: HSig
Þátttakendur:
Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Hrafnhildur Sigurðardóttir. Lúðvík Hjalti Jónsson. Fulltrúar leikskólanna: Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, Helga Sverrisdóttir fulltrúi foreldra.

1. Fundargerðir 3. og 4. fundar leikskólastjóra og leikskólafulltrúa lagðar fram. Umræða um bílastæðisskort við leikskólana. Upplýsingum varðandi það mál verði komið til Skipulagsnefndar. Viðverukerfið sem sett var upp í leikskólunum sl. haust hefur virkað vel að sögn leikskólastjóra. Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar. HSig

2. Tölulegar upplýsingar um leikskólana í nóvember 2003, lagðar fram. Rætt um hlutfall leikskólakennara og starfsfólks með aðra fagmenntun og mikilvægi þess að fjölga leikskólakennurum. Móta þarf stefnu varðandi starfsmenn með aðra fagmenntun sem ráðist hafa til leikskólanna. Leikskólafulltrúa falið að afla gagna, skólanefnd mun taka málið upp í byrjun árs 2004. Rætt um fækkun barna í árgöngum. Kostnaður við rekstur leikskóla ræddur. Kostnaðartölur í Árbók sveitarfélaga eru ekki samanburðarhæfar og verður gerð athugun á þeim. HSig

3. Leikskólafulltrúi kynnti þátttöku starfsmanna leikskólanna í endur- og
símenntun. Skólanefnd fagnar því hversu starfsmenn leikskóla hafa sótt vel það sem í boði hefur verið. HSig

4. Ályktun frá Faghópi leikskólastjóra, dagsett 10. október 2003, lögð fram. HSig
5. Bréf frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga, dagsett 5. september 2003, lagt fram. Umræða um kostnað v/sérkennslu og hver á að greiða hana. HSig

6. Ársskýrslur leikskólastjóra fyrir skólaárið 2002-2003 lagðar fram. Skólanefnd þakkar leikskólastjórum fyrir mjög góðar og upplýsandi skýrslur. HSig

7. Meirihlutinn lagði fram tillögu um breytingar á gjaldskrá leikskólanna um að veittur verði 25% afsláttur af grunngjaldi fyrir foreldra ef annað foreldrið er í fullu lánshæfu námi. Samþykkt samhljóða. HSig

8. Leikskólafulltrúi kynnti nýjan kynningarbækling um leikskóla Seltjarnarness. Þar kemur fram hugmyndafræði leikskólauppeldis þar sem leikurinn er leiðandi hugtak í leikskólastarfinu, kennsluaðferð leikskólakennarans og námsleið barnsins.
HSig

9. Önnur mál.
Rætt var um matinn í leikskólunum.
HSig

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Lárus B Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?