Fara í efni

Skólanefnd

129. fundur 13. október 2003

Dagskrá:

1. Skipan vinnuhóps vegna breytingar á stjórnun grunnskóla skv. samþykkt bæjarstjórnar 8. október 2003.

2. Erindisbréf skólanefndar

3. Nemendafjöldi/kennslustundafjöldi í grunnskólunum skv. reiknilíkani

4. Skýrslur sérfræðiþjónustu grunnskólans

5 Greinargerð - Yfirlit yfir laun grunn- og tónlistarskóla 2001-2003

6. Forsenduskýrsla vegna aðalskipulags á Seltjarnarnesi

7. Fundargerðir skólastjórafunda nr. 7. og 8.

8. Umsókn um styrk í Þróunarsjóð grunnskóla Seltjarnarness.

9. Önnur mál:

Framkvæmdaraðili: Skólanefnd

Fundur nr. :

129 (24)

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson Fundarritari: MH
Staður: Bæjarskrifstofa    
Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Margrét Harðardóttir.. Fulltrúar grunnskólanna: Sigfús Grétarsson skólastjóri, Regína Höskuldsdóttir kennari, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Fjóla Höskuldsdóttir kennarar. Fulltrúar foreldra: Stefán Pétursson og Guðrún Þórsdóttir.

Dagsetning :
Frá kl. :
Til kl. :
Næsti fundur:
Tími :

13.10.2003
17:00
19:45

17:00

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1. Bjarni Torfi Álfþórsson og Gunnar Lúðvíksson verða fulltrúar Sjálfstæðisflokks í vinnuhópi vegna breytingar á stjórnun grunnskóla skv. samþykkt bæjarstjórnar 8. október 2003.

 

Fulltrúar NESLISTA í skólanefnd leggja fram eftirfarandi bókun í tengslum við skipan starfshóps er undirbúa á sameiginlega stjórn grunnskóla Seltjarnarness sem samþykkt var af meirihluta bæjarstjórnar 8. október 2003.

„ Fulltrúar NESLISTA munu ekki að svo stöddu skipa í umræddan starfshóp. Fyrir því eru tvær ástæður:

Í fyrsta lagi verður álits félagsmálaráðuneytis leitað á því hvort það standist bæjarmálasamþykkt Seltjarnarness og sveitarstjórnarlög að bæjarstjórn stofni starfshópa sem minnka lögboðnar nefndir sveitarfélagsins. Þetta hefur verið gert í skipulags- og mannvirkjanefnd og nú í skólanefnd. Starfshópar þessir eru ekki þverfaglegir á nokkurn hátt, né er verið að leita sjónarmiða hjá öðrum en kjörnum fulltrúum í nefndinni.

Í öðru lagi voru fulltrúar NESLISTANS ekki hafðir með í ráðum er þessi umdeilda tillaga var lögð fram.

Fulltrúar NESLISTANS í skólanefnd samþykktu tillögu um faglega úttekt á kostum og göllum þess að sameina skólana í vor og að okkar mati stendur sú tillaga óhögguð. Hún hefur ekki verið dregin formlega til baka. Þegar þessi faglega úttekt hefur farið fram munum við vega og meta kosti og galla og vinna samkvæmt því. Það er að okkar mati ókleift að hefja þessa vinnu án faglegs undirbúnings."

Árni Einarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Fulltrúar Sjálfstæðismanna í skólanefnd leggja fram eftirfarandi bókun:

„Fulltrúar Sjálfstæðismanna í skólanefnd lýsa vonbrigðum með afstöðu fulltrúa Neslista. Minnt er á að vinnuhópurinn mun starfa náið með fulltrúum foreldra og starfsfólki skólanna við undirbúning sameiningar á stjórn þeirra."

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Lárus B. Lárusson (sign)

   
2. Lagt fram samþykkt og breytt erindisbréf skólanefndar (Fskj. – 1).    
3. Lagt fram reiknilíkan um kennslustundafjölda grunnskólanna miðað við 1. október. Óskað er eftir að skólastjóri Valhúsaskóla skili skriflegri greinargerð um hvernig hann hyggst mæta þörfum nemenda eftir að ljóst var að reiknilíkan "sprakk" og kennslustundafjöldi jókst eftir að skólastarf hófst í haust. Skólastjóri bendir á að hyggilegra sé að nota reiknilíkan sem er nemendamiðað fremur en líkan sem er byggt upp miðað við nemendafjölda í hverjum bekk (Fskj. – 2).

SG

 
4. Skýrslur sérfræðiþjónustu grunnskóla Seltjarnarness (námsráðgjafa, sálfræðings og iðjuþjálfa) lagðar fram (Fskj. – 3).    
5. Lögð fram greinargerð þar sem fram kemur yfirlit yfir laun grunn- og tónlistarskóla árin 2001-2003 (Fskj. – 4).    
6. Lögð fram forsenduskýrsla vegna aðalskipulags á Seltjarnarnesi (Fskj. – 5).    
7. Lagðar fram fundargerðir 7. og 8. skólastjórafundar. Skólastjórar grunnskólanna lýstu yfir áhyggjum vegna vanáætlunar á launalið þrátt fyrir endurskoðaða fjárhagsáætlun sem samþykkt var af bæjarstjórn 24. september 2003 (Fskj. – 6).

 

 

 
8. Lögð fram umsókn um styrk í Þróunarsjóð grunnskóla Seltjarnarness. Þegar hefur verið úthlutað því fjármagni sem til er í sjóðnum og er umsókninni því hafnað (Fskj. -7).

MH

 
9. Önnur mál:

a) Skólastjórar spurðu hvort tillaga meirihluta bæjarstjórnar um sameiningu á stjórnun skólanna sem samþykkt var 8. október sl. fæli í sér uppsögn á starfsamningi þeirra og hvenær hún tæki gildi. Fram kom í máli formanns skólanefndar að báðum skólastjórum verði sagt upp störfum en tímasetning er ekki ákveðin.

   

 

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Lárus B Lárusson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?