Fara í efni

Skólanefnd

23. september 2009

226. (49) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 23. september 2009, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru:Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jóna Þórisson, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla, Sigríður Sigmarsdóttir, fulltrúi foreldra Grunnskóla, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Bryndís Loftsdóttir fulltrúi foreldra, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

 1. Kynning frá AdAstra. Málsnúmer 2009060041.
  Aðilar frá AdAstra kynntu starfsemi sína fyrir skólanefnd. Málinu vísað til skólastjóra Grunnskólans.
 2. Skólanámskrá Grunnskólans fyrir skólaárið 2009/2010. Málsnúmer 2009050048.
  Skólanámskráin lögð fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
 3. Staða innleiðingar nýrrar eineltisáætlunar og eineltismál. Málsnúmer 2009090032.
  Skólastjóri upplýsti um stöðu og framvindu.  
 4. Erindi frá Heimili og skóla. Málsnúmer 2009090034.
  Tekið fyrir erindi Heimilis og skóla um styrk til að halda aðalfund samtakanna á Seltjarnarnesi. Samþykkt samhljóða.
 5. Ráðning verktaka til að sinna sálfræðiþjónustu við skóla. Málsnúmer 2009060038.
  Upplýst að gengið hafi verið frá samningi við Davíð Vikarsson og Agnesi Huld Hrafnsdóttur.
 6. Vinna grunnskólanemenda með sérþarfir. Málsnúmer 2009090033.
  Skólanefnd beinir því til fræðslusviðs að gripið verði til viðeigandi ráðstafana til að hægt verði að halda verkefninu áfram.

Soffía Guðmundsdóttir, Bryndís Loftsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir komu á fund kl. 08:40.

 1. Áskorun um að standa vörð um heilsu og velferð barna. Málsnúmer 2009080008.
  Bréf frá UNICEF á Íslandi lagt fram til kynningar. Skólanefnd samþykkir að hafa þessi tilmæli i huga við vinnu fjárhagsáætlunar.
 2. Áskorun frá Velferðarvaktinni. Málsnúmer 2009090056.
  Lögð fram áskorun frá Velferðarvaktinni vegna skólamáltíða. Skólanefnd beinir því til skólastjórnenda að haft verði samráð við félagsþjónustu ef þörf krefur.

 3. Rekstrarskoðunarskýrslur leikvalla við grunn- og leikskóla. Málsnúmer 2009050050.
  Lagðar fram rekstrarskoðunarskýrslur vegna leikvalla. Skólanefnd beinir því til tækni- og umhverfissviðs að lagfæra leiksvæðin í samræmi við ábendingar í skýrslunum.

Guðlaug Sturlaugsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Sigríður Sigmarsdóttir viku af fundi kl. 8:50.

 1. 10. og 11. fundur leikskólastjóra (skólaárið 2008- 2009) og 1. fundur (skólaársins 2009 – 2010). Málsnúmer 2008090037og 2009090047.
  Lagt fram til kynningar.
 2. Erindi frá foreldrum vegna breytinga á opnunartíma leikskóla. Málsnúmer 2009050028.
  Skólanefnd telur ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun varðandi opnunartíma leikskóla enda var hún tekin með hag og velferð barna í huga.
 3. Skólanámskrár Mánabrekku og Sólbrekku 2009. Málsnúmer 2009090044.
  Lagðar fram til kynningar.
 4. Ársáætlanir Mánabrekku og Sólbrekku 2009-2010. Málsnúmer 2009090045.
  Lagðar fram til kynningar.
 5. Tölulegar upplýsingar leikskóla, gæsluvallar og dagforeldra. Málsnúmer 2009090046.
  Leikskólafulltrúi kynnti samantekt um starfsemi leikskóla, gæsluvallar og dagforeldra.
 6. Umsókn um sérkennslu í Mánabrekku. Málsnúmer 2009070042.
  Lögð fram beiðni um sérstuðning við börn á Mánabrekku. Skólanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykkt fjárhags- og launanefndar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.09:18.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Jón Þórisson(sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?