Fara í efni

Skólanefnd

128. fundur 15. september 2003

Dagskrá:

Tónlistarskóli:
1. Famtíðarhúsnæði Tónlistarskólans
2. Skólabyrjun
3. Umsóknir um námsvist í tónlistarskólum
4. Önnur mál

Leikskóli:
5. Fundargerðir 1. og 2. fundar leikskólastjóra og leikskólafulltrúa á skólaárinu 2003-2004
6. Niðurstöður úr spurningalistum til foreldra vorið 2003
7. Undirbúningur að byggingu leikskóla
8. Umsókn um afnot að húsnæði leikskóla
9. Reglur um rekstur einkarekins leikskóla og umsóknareyðublað
10. Samstarf við næringarráðgjafa um matseðla í leikskólum Seltjarnarness
11. Önnur mál

Framkvæmdaraðili: Skólanefnd Seltjarnarness Fundur nr. :128 (23) Dagsetning :15.09.2003

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson Fundarritari: HSig./MH

Staður: Bæjarskrifstofa Frá kl. :17:00 Til kl. :20:00 Næsti fundur:13. okt.´03 Tími :17:00

Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Margrét Harðardóttir. Fulltrúi tónlistarskólans: Gylfi Gunnarsson skólastjóri. Fulltrúar leikskólanna: Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri, Helga Sverrisdóttir fulltrúi foreldra.

Óskað eftir breytingu á röðun dagskrárliða. Samþykkt. 7. dagskrárliður verður nr.5 og færast aðrir liðir aftur sem því nemur.

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1. Rætt var um fyrirhugaða stækkun á húsnæði Tónlistarskólans. Skólastjóri gerði grein fyrir þeim umræðum sem átt hafa sér staða með bæjaryfirvöldum og arkitekt varðandi breytinguna og fyrirhugaða nýtingu viðbótarhúsnæðis.

MH

2. Nemendur í skólanum í vetur eru 260, auk grunnskólanemenda í forskóla og leikskólabarna. Biðlistar eru almennt ekki langir en þó er ekki hægt að fullnægja þörf í kennslu á ákveðin hljóðfæri t.d. gítar.

MH

3. Lagðar fram upplýsingar um fjölda nemenda í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi, sem eiga lögheimili í Reykjavík og fjölda nemenda í tónlistarskólum í Reykjavík sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi.

MH

 
4. Önnur mál:

a) Lagðar fram upplýsingar um gjaldskrá einkaskóla í Reykjavík og samþykkt fjárhags- og launarnefndar varðandi greiðslu Seltjarnarnesbæjar.

MH

 
5. GL sagði frá undirbúningi að byggingu leikskóla. Samþykkt að undirbúningsnefnd finni arkitekt til verksins. Staðsetning verði ákveðin og kynningarferli fari í gang.

HSig

 
6. Fundargerðir 1. og 2. fundar leikskólastjóra og leikskólafulltrúa gáfu ekki tilefni til samþykktar. Skólanefnd fagnar því að Mánabrekka hefur fengið úthlutað styrk til handbókargerðar í umhverfismennt, frá Umhverfisráðuneytinu.

7. HSig kynnti niðurstöður úr spurningalistum til foreldra. Niðurstöður hafa verið kynntar starfmönnum leikskólanna og verða kynntar foreldrum á heimasíðum leikskólanna. Skólanefnd fagnar framúrskarandi niðurstöðum beggja leikskólanna.

HSig  
8. Umsókn, dagsett 15. september 2003, um afnot af Mánabrekku til tónlistarkennslu fyrir lítil börn, á lokunartíma leikskólans. Skólanefnd fagnar framtakinu og samþykkt að verða við beiðninni gegn sanngjarnri leigu.

HSig

 
9. Lagðar fram reglur um starfsemi einkarekinna leikskóla og umsóknareyðublað um slíkan rekstur. ÁE lagði fram nokkrar orðalagsbreytingar sem samþykktar voru. Skólanefnd áréttar að eftirlitsskyldu verði vel fylgt eftir af hálfu bæjarins.

HSig

 
10. HSig. Óskaði eftir heimild til að ganga til samstarfs við næringarráðgjafa um matseðla, ráðgjöf o.fl. í leikskólum Seltjarnarness. Samþykkt.

HSig

 
11. Önnur mál:

Tillaga lögð fram um að gæsluvöllur geti verið á leiksvæði Mána- og/eða Sólbrekku á sumri komanda. Samþykkt.

   

 

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Lárus B Lárusson (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?