Fara í efni

Skólanefnd

127. fundur 28. ágúst 2003

127. (21) fundur skólanefndar Seltjarnarness

Málefni grunnskóla:

Dagskrá:
Leikskóli
1.Beiðni um áframhaldandi dvöl í leikskóla í Reykjavík
2. Umsókn um lækkun leikskólagjalda dags. 19. 06. 2003
3. Umsókn um launagreiðslur í vettvangsnámi dags. 18. 08. 2003
4. Endurskoðun á samþykkt skólanefndar um launagreiðslu í vettvangsnámi frá 21. 05. 2003
5. Viðræður um leigu á húsnæði gæsluvallarins við Vallarbraut fyrir einkarekinn leikskóla
6. Önnur mál

Grunnskóli
7. Skólabyrjun í Mýrarhúsaskóla
8. Skólabyrjun í Valhúsaskóla
9. Hugur og heilsa - kynning á niðurstöðum
10. Skólaskjól - tillaga
11. Skýrslur sérfræðiþjónustu grunnskólans
12. Erindisbréf skólanefndar
13. Greinargerð - Yfirlit yfir laun grunn- og tónlistarskóla 2001-2003
14. Önnur mál

Framkvæmdaraðili: Skólanefnd

Fundur nr. :

127 (22)

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson Fundarritari: HSig/MH  
Staður: Bæjarskrifstofa    
Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Margrét Harðardóttir. Fulltrúi leikskóla: Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri. Fulltrúar grunnskólanna: Sigfús Grétarsson skólastjóri, Regína Höskuldsdóttir kennari, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Fjóla Höskuldsdóttir kennarar.

Dagsetning :

27.08.2003

 

Frá kl. :

16:30

 

Til kl. :

20:05

 

Næsti fundur:

17.09.2003

 

Tími :

17:00

 

Staður:

 

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1. Samþykkt að verða við beiðni foreldra um greiðslu leikskólagjalds í Reykjavík (Fskj.127-1).

HSig.

 
2. Umsókn um lækkun á leikskólagjaldi hafnað (Fskj. 127-2).

HSig.

 
3. Umsókn um laun í vettvangsnámi hafnað. Samþykkt að laun í vettvangsnámi verði dregin af launum viðkomandi næstu tvö árin eftir að námi lýkur. Öll réttindi á tímabilinu verða óbreytt s.s. sumarleyfisdagar (Fskj. 127-3).

HSig.

 
4. Afgreiðsla skólanefndar á 123. fundi 21. maí 2003, um laun í vettvangsnámi endurskoðuð með hliðsjón af samþykkt bæjarstjórnar frá 10. september 1997 og bréfi dagsettu 11. september 1997 (Fskj. 127-4).

HSig.

 
5. Leikskólafulltrúi lagði fram upplýsingar um hugsanlega leigu á húsnæðinu á Vallarbraut undir einkarekinn leikskóla. Leikskólafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

HSig.

 
6. Önnur mál:

a) . Umsókn, dagsett 27. ágúst, um styrk vegna náms í KHÍ. Erindinu hafnað en bent á að reglur um styrkveitingar v/náms eru í endurskoðun (Fskj. 127-5).

HSig

 
7. Skólastjóri Mýrarhúsaskóla greindi frá því að skólastarf hafi farið vel af stað. Nemendur í skólanum eru 453 í 22. bekkjardeildum. Ágætlega gekk að ráða kennara og annað starfsfólk. Fram kom í máli skólastjóra og fulltrúa kennara að frágangi á klæðningu utan húss virðist ekki lokið. Mat þeirra er að þetta geti skapað hættu fyrir nemendur og brýnt sé að úr sé bætt. Grunnskólafulltrúa falið að hafa samband við verktaka. Skólanámskrá Mýrarhúsaskóla verður lögð fram á næsta fundi skólanefndar.

 

MH

 
7. Skólastjóri Valhúsaskóla greindi frá því að skólastarf fer vel af stað. Framkvæmdir við anddyri skólans hafa gengið vel, en er ekki að fullu lokið. Vel gekk að ráða kennara og annað starfsfólk. Spænska er í fyrsta sinn kennd sem valgrein við skólann. Boðið er upp á kennslu á framhaldsskólastigi í samráði við Fjölbrautarskólann í Ármúla í þýsku og frönsku. Nemendafjöldi hefur aukist nokkuð frá sl. vori. Nemendur eru nú 312 í 14 bekkjardeildum. Fjölgun nemenda í 7. og 10. bekk veldur því að samkvæmt reiknilíkani bætast 53 stundir við úthlutað kennslumagn. Skólastjóri bendir á að brýn þörf sé á úrbótum í sambandi við loftræstingu í skólanum. Skólastjóri greindi frá því að vinna við skólanámskrá Valhúsaskóla væri í stöðugri þróun.

Valhúsaskóli er þátttakandi í upplýsingatækniverkefni á vegum Evrópusambandsins. Skólastjóri Valhúsaskóla sagði frá velheppnaðri námsferð kennara til Belgíu í júní sl.

   
9. Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur kynnti niðurstöður rannsóknarinnar Hugur og heilsa. Skólanefnd hefur hug á að halda verkefninu áfram og ráða til þess verktaka.    
10. Lögð fram tillaga frá skólanefnd um endurskipulagningu Skólaskjólsins:

„Skólanefnd leggur til að skipaður verði starfshópur sem komi með tillögur að endurskipulagningu Skólaskjólsins. Tilgangurinn er að gera starfið enn markvissara og tengja saman tómstundastarf, gæslu, leiðsögn og kennslu. Horft verði sérstaklega til fræðslu um hollustu hreyfingu og útivist. Lagt er til að starfshópurinn skipi einn fulltrúi meirihlut og einn fulltrúi minnihluta skólanefndar, auk fulltrúa frá Mýrarhúsaskóla, ÆSÍS og grunnskólafulltrúa. Starfshópurinn skili tillögum sínum til skólanefndar fyrir 1. desember nk." (Fskj. 127-6)

 

 

MH

 
11. Önnur mál:

a) Formaður skólanefndar sagði frá fyrirhuguðu skákmóti sem haldið verður 7. september nk. í Valhúsaskóla á vegum Skákfélagsins Hróksins.

b) Skólanefnd ræddi um umferðarmál í kringum skólana og þær tilraunir sem gerðar voru sl. haust til að auka umferðaröryggi. Grunnskólafulltrúa falið að taka saman stutta greinargerð sem verður send skipulags- umferðar og hafnar .

c) Öðrum liðum ( 11, 12, 13) sem voru á dagskrá var frestað.

 

 

MH

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Lárus B Lárusson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?