Fara í efni

Skólanefnd

122. fundur 07. maí 2003
Málefni grunnskóla:

1. Námsvist í tónlistarskólum
2. Gjaldskrá Tónlistarskólans
3. Úthlutun kennslustunda til grunnskóla
4. Önnur mál


Framkvæmdaraðili:
Skólanefnd


Fundur nr. :


122 (17)

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson Fundarritari: MH
Staður: Bæjarskrifstofa  
Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson, Margrét Harðardóttir. Fulltrúar skólanna: Sigfús Grétarsson, Marteinn M. Jóhannsson, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Edda Óskarsdóttir. Fulltrúar foreldra: Guðrún Þórsdóttir og Stefán Pétursson.

Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans sat fundinn undir málefnum Tónlistarskólans og fulltrúar grunnskólanna undir málefnum grunnskóla.

Dagsetning :

07.05.2003

 

Frá kl. :

16:30

 

Til kl. :

:00

 

Næsti fundur:

21.05.2003

 

Tími :

17:00

 

Staður:

 

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

1. Námsvist í tónlistarskólum (Fskj. 122-1).

Lagðar fram upplýsingar um fjölda nemenda með lögheimili á Seltjarnarnesi sem stunda nám í tónlistarskólum í Reykjavík og fjölda nemenda með lögheimili í Reykjavík sem stunda nám í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

 
2. Gjaldskrá Tónlistarskólans (Fskj. 122-2).

Skólanefnd samþykkir samhljóða 5% hækkun á gjaldskrá í Tónlistarskólanum fyrir skólárið 2003-2004..

Skólagjöld verða sem hér segir.

Hljóðfæranám 47.900,-

Hljóðfæri ½ 33.900,-

Hljóðfæri með undirleik 72.700,-

Forskóli 25.200,-

 

 

 

 

 

 

 

 

3. Önnur mál:

Skólastjóri Tónlistarskólans óskar eftir heimild til að auka fjölda stöðugilda í skólanum um ½

í tengslum við fyrirhugaða stækkun á húsnæði skólans.

Grunnskólafulltrúa og forstöðumanni fjárhags- og stjórnsýslusviðs falið að skoða rekstrargrundvöll skólans m.a. í tengslum við greidda húsaleigu.

Skólanefnd samþykkir að tillögu skólastjóra tónlistarskóla að seinni hluti kerfisbreytingar samkvæmt kjarasamninga kennara taki gildi haustið 2004 eins kjarasamningurinn gerir ráð fyrir.

   
4. Úthlutun kennslustunda til grunnskóla (Fskj. 122-3).

Skólanefnd samþykkir úthlutun fyrir grunnskóla skólaárið 2003-2004, enda verði forsendur hennar endurskoðaðar reglulega samkvæmt vinnuferli áætlunarinnar.

Líkanið sem úthlutunin byggir á er í þróun og mun skólanefnd skoða niðurstöðuna sérstaklega þegar stundaskár skólanna liggja fyrir í lok júní.

   
5. Önnur mál:

a) Lagt fram bréf frá IMG Deloitte- Viðskiptaráðgjöf um samanburðargreiningu í rekstri grunnskóla og leikskóla. Skólanefnd mælir með verkefninu og óskar eftir að fjárhags- og launanefnd greiði kostnað því samfara (Fskj. 122-4).

b) Greint var frá því að nk. föstudag yrðu opnuð tilboð í utanhússviðgerðir á Mýrarhúsaskóla.

c) Starfshópur í sérkennslu lagði fram vinnureglur í sérkennslu fyrir grunnskólana (Fskj. 122-5).

 

MH

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Lárus B. Lárusson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)
Árni Einarsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?