Fara í efni

Skólanefnd

105. fundur 29. maí 2002

FUNDARGERÐ

Efni fundarins:

1. Áætlanir grunnskólanna

2. Önnur mál

3. Umsókn um námsleyfi

4. Umsóknir í þróunarsjóð

5. Önnur mál

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

105

Fundarstjóri:  Jónmundur Guðmarsson

Fundarritari:  Óskar J. Sandholt

Staður: Skólaskrifstofa

Þátttakendur: 

Skólanefnd: Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson og Óskar J. Sandholt. Grunnskólar: Regína Höskuldsdóttir, Ólína Thoroddsen, Stefán Pétursson, Sigfús Grétarsson og Alda Gísladóttir. Kristján Þ. Davíðsson boðaði forföll og mætti Þór Tómasson í hans stað.

Dagsetning :

29.05.2002

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

19:00

Næsti fundur:

Þetta var loka­fundur

Tími :

 

Staður:

 

         

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.         Áætlanir grunnskólanna:
Rætt um áætlun skólaskrifstofu frá síðasta fundi. RH kom með ábendingar um að í áætlun væri skólastjórum gefin heimild til að ráðstafa tímum sem áður hefðu verið „eyrnamerktir“ ákveðnum málum skv. áherslum skólanefndar. RH sagði að sú breyting að nestisstundir yrðu kennslustundir hefði mælst vel fyrir í kennarahópnum. SG lagði áherslu á að deildarstjórn yrði aukin í 130% í stað 100% eins og mælt er með. Áætlun skólaskrifstofu samþykkt og henni vísað til fjárhags- og launanefndar.

 

 

2.        Önnur mál:

a.        Ítrekað hefur komið fram hjá kennurum grunnskóla Seltjarnarness að þörf sé á meiri sérkennslu, t.d. vegna truflunar á almennri kennslu frá vissum hópi nemenda. Í ljósi þess að framlög til sérkennslumála eru meiri en hjá flestum sveitarfélögum þá vill fráfarandi skólanefnd vísa því til næstu skólanefndar að skipaður verði starfshópur sem fyrst til að skoða skipulag sérkennslu, meta þörfina, og gera tillögur til úrbóta til skólanefndar.

b.       Spurt var um hvort að eineltisáætlun skólanna virkaði sem skildi. Fram kom að skólastjórar telja svo vera. Skólanefnd óskar eftir að sálfræðingur geri grein fyrir tölum vegna þessa.

 

 

3.        Umsókn um námsleyfi:
Umsókn Eddu Margrétar Jensdóttur um námsleyfi lögð fram (fylgiskjal 105-1). Samþykkt samhljóða.

 

 

4.        Umsóknir í þróunarsjóð:
Skólanefnd sér ástæðu til að fagna sérstaklega fjölda umsókna í þróunarsjóð sem endurspeglar hið frjóa og góða starf er fram fer í grunnskólum bæjarins. Þar sem þróunarsjóður hefur yfir takmörkuðu fjármagni að ráða er ekki hægt að styrkja nema takmarkaðan fjölda verkefna. Grunnskólafulltrúa falið að svara umsækjendum munnlega og skriflega

a.        Umsókn, dags. 29.04.2002, lögð fram (fylgiskjal 105-2). Skólanefnd hafnar umsókninni í ljósi fyrri styrkveitinga í verkefnið.

b.       Umsókn, dags. 30.04.2002, lögð fram (fylgiskjal 105-3). Skólanefnd hafnar umsókninni á þeim grunni að nefnd um UT mál sé að störfum og skýrslu frá henni sé að vænta í haust. Einnig mun í sumar skýrast afstaða menntamálaráðuneytis til umsóknar Valhúsaskóla um að verða UT móðurskóli.

c.        Umsókn, dags. 23.04.2002, lögð fram (fylgiskjal 105-4). Skólanefnd hafnar umsókninni þar sem hún hefur nú þegar hlotið styrk frá menntamálaráðuneyti.

d.       Umsókn, dags. 02.05.2002, lögð fram (fylgiskjal 105-5). Skólanefnd hafnar umsókninni þar sem hún telur málið falla undir almenna starfsemi skólans. Samþykkt að vísa umsókninni til fjárhags- og launanefndar.

e.        Umsókn, dags. 06.05.2002, lögð fram (fylgiskjal 105-6). Hafnað með sömu rökum og í b lið.

f.         Umsókn, dags. 24.04.2002, lögð fram (fylgiskjal 105-7). Skólanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 70.000,-.

g.       Umsókn, dags. 23.04.2002, lögð fram (fylgiskjal 105-8). Skólanefnd hafnar umsókninni á þeim grunni að sambærilegt efni hafi áður komið út, t.d. hjá Námsgagnastofnun.

h.       Umsókn, dags. 23.05.2002, lögð fram (fylgiskjal 105-9). Skólanefnd hafnar umsókninni og vísar þar í orð umsækjanda að verkefnið sé á mörkum þess að teljast til þróunarverkefnis.

i.         Umsókn, dags. 25.04.2002, lögð fram (fylgiskjal 105-10). Samþykkt að styrkja a hluta verkefnisins um kr. 100.000,-.

 

 

 

 

 

ÓJS

 

5.        Önnur mál:

Engin önnur mál lágu fyrir.

 

 

 

Jónmundur Guðmarsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Inga Hersteinsdóttir (sign.)

Petrea I. Jónsdóttir (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?