Fara í efni

Skólanefnd

103. fundur 17. apríl 2002

FUNDARGERÐ

Efni fundarins:

1. Seinkun nemanda úr leikskóla í grunnskóla.
2. Lerkilundur.
3. Skóladagatal.
4. Áætlanir grunnskóla.
5. Bréf frá Félagsþjónustu Seltjarnarness.
6. Skólaár tónlistarskólans.
7. Umsókn um þróunarstyrk.
8. Önnur mál.

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

103

Fundarstjóri:  Jónmundur Guðmarsson

Fundarritari:  Óskar J. Sandholt

Staður: Skólaskrifstofa

Þátttakendur: 

Skólanefnd: Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir. Inga Hersteinsdóttir boðaði forföll. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson, Óskar J. Sandholt, Hrafnhildur Sigurðardóttir. Grunnskólar: Regína Höskuldsdóttir, Ólína Thoroddsen, Stefán Pétursson, Sigfús Grétarsson og Kristján Þ. Davíðsson. Þórunn Halldóra Matthíasdóttir boðaði forföll og mætti Alda Gísladóttir í hennar stað.

Dagsetning :

17.04.2002

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

 

Næsti fundur:

15.05.2002

Tími :

17:00

Staður:

 

       

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.         Seinkun nemanda úr leikskóla í grunnskóla.
Lagt fram mat Margrétar Sigurðardóttir, sálfræðings á seinkun barns úr leikskóla í grunnskóla (fylgiskjal 103-1). Samþykkt að verða við ósk um seinkun.

 

 

2.        Lerkilundur.
JG tók til afgreiðslu tillögu skólanefndar um að Lerkilundi verði lokað í síðasta lagi frá 1. september þar sem fyrirsjáanlegt er að næg pláss eru fyrir hendi á hinum leikskólunum. Einnig skal skipaður hópur um undirbúning byggingar nýs leikskóla, sbr. tillögu er lögð var fram á 95. fundi skólanefndar (sjá fylgiskjal 95-8). Í hópnum verði Hrafnhildur Sigurðardóttir, Einar Norðfjörð, Gunnar Lúðvíksson og sá arkitekt er vinna mun við verkið. Miðað skal við að hópurinn skili af sér tillögum 1. október. Samþykkt samhljóða.

 

 

3.        Skóladagatal.
Endanleg útgáfa skóladagatala lögð fram til staðfestingar (fylgiskjal 103-2). Samþykkt samhljóða.

 

 

4.        Áætlanir grunnskóla.

a.        RH lagði fram og gerði grein fyrir áætlun Mýrarhúsaskóla fyrir næsta skólaár (fylgiskjal 103-3). Óskað eftir því að áætlunin verði skoðuð, kostnaðarreiknuð og samanburður gerður við sambærilega skóla í öðrum bæjarfélögum.

b.       SG lagði fram og gerði grein fyrir áætlun Valhúsaskóla fyrir næsta skólár (fylgiskjal 103-4). Óskað eftir því að áætlunin verði skoðuð, kostnaðarreiknuð og samanburður gerður við sambærilega skóla í öðrum bæjarfélögum.

 

 

5.        Bréf frá Félagsþjónustu Seltjarnarness.
Lagt fram bréf frá félagsmálastjóra Seltjarnarness (fylgiskjal 103-5).

 

 

6.        Skólaár tónlistarskólans.
Lagt fram minnisblað frá skólaskrifstofu um kostnað við lengingu skólaárs tónlistarskólans (fylgiskjal 103-6). Skólanefnd samþykkir að mæla með lengingu skólaárs tónlistarskólans frá næsta hausti og vísar málinu til fjárhags og launanefndar vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

 

7.        Umsókn um þróunarstyrk – frá síðasta fundi.
JG greindi frá  viðræðum við umsækjanda og lagði fram umsagnir frá skólastjóra Valhúsaskóla og formanni foraldrafélags Valhúsaskóla (fylgiskjal 103-7). Samþykkt að fara í verkefnið og formanni falið að semja við umsækjanda. Leggja skal samninginn fram á skólanefndarfundi til staðfestingar.

 

 

8.        Önnur mál.

a.        RH lagði áherslu á að ætlaður væri tími til umræðna um áætlanir skólanna á skólanefndarfundi.

b.       RH skýrði frá því að KPMG hefði lokið úttekt á sjálfsmatsaðferðum Mýrarhúsaskóla fyrir menntamálaráðuneytið. Skýrsla skólans ásamt umsögn ráðuneytis verður birt á heimasíðu skólans fyrir mánaðarmót.

c.        RH greindi frá því að hún hygðist ekki sækja ráðstefnu í Boston eins og samþykkt var á 102. fundi.

d.       RH lagði fram tillögu að merki fyrir Mýrarhúsaskóla (fylgiskjal 103-8).

e.        RH benti á að ekki hefði verið farið að reglum um „vinnufundi“ skólanefnda við bókun á 102.  fundar skólanefndar (sbr. úrskurð menntamálaráðuneytis frá febr. 1996 þar sem vitnað er í 13. gr. gr.sk. laga og  VI. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986).

 

 

 

Jónmundur Guðmarsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Petrea I. Jónsdóttir (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?