Fara í efni

Skólanefnd

102. fundur 03. apríl 2002

FUNDARGERÐ

Efni fundarins:

1. Málefni Tónlistarskóla.
2. Nýjar reglur um selda tíma á leikskólum bæjarins.
3. Framtíð Lerkilundar.
4. Byggingarframkvæmdir við Valhúsaskóla.
5. Áherslur þróunarsjóðs grunnskóla - afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
6. Verkefni vegna umferðarviku - afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
7. Drög að skóladagatali 2002 - 2003.
8. Skólaþróun.
9. Umsókn í þróunarsjóð.
10. Önnur mál.

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

102

Fundarstjóri:  Jónmundur Guðmarsson

Fundarritari:  Óskar J. Sandholt

Staður: Skólaskrifstofa

Þátttakendur: 

Skólanefnd: Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir, Inga Hersteinsdóttir boðaði forföll og mætti Hrefna Kristmannsdóttir í hennar stað. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson, Óskar J. Sandholt, Hrafnhildur Sigurðardóttir. Tónlistarskóli: Gylfi Gunnarsson.

Dagsetning :

03.04.2002

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

20:10

Næsti fundur:

17.04.2002

Tími :

17:00

Staður:

 

       

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.        Málefni Tónlistarskóla.

a.        GG kynnti ákvæði um frestun á lengingu skólaárs tónlistarskóla um eitt ár, eins og heimilt er skv. síðasta kjarasamningi. Hann lagði til að Seltjarnarnesbær nýti sér ekki þessa heimild  (fylgiskjal 102-1). Samþykkt að skólaskrifstofa og GG taki saman kostnað og ávinning og leggi fyrir næsta skólanefndarfund til afgreiðslu.

b.       GG vakti máls á grein 1.3.4 í kjarasamningnum þar sem kveður á um símenntun tónlistarskólakennara.

c.        GG hreyfði við því að ef breytingar yrðu á nýtingu húsnæðis bókasafnsins þá gæti tónlistarskólinn nýtt aukið húsnæði.

d.       GG minnti á að enn lekur þak yfir kennarastofu. Þetta vakti undrun skólanefndar og var grunnskólafulltrúa falið að kanna ástæður fyrir því að ekki er búið að laga þakið.

 

 

 

 

LHJ

 

 

 

 

 

ÓJS

 

2.        Nýjar reglur um selda tíma á leikskólum bæjarins.
HS lagði fram tillögu um selda dvalartíma í leikskólum Seltjarnarness (fylgiskjal 102-2). Tillagan samþykkt með breytingum.

 

 

3.        Framtíð Lerkilundar.
HS lagði fram tölur um fyrirsjáanlegar breytingar á nemendafjölda leikskóla Seltjarnarness á þessu ári (fylgiskjal 102-3). Í ljósi fyrirliggjandi gagna telur skólanefnd sýnt að stefni í lokun Lerkilundar. Ákvörðun liggi fyrir í lok mánaðar.

 

 

4.        Byggingarframkvæmdir við Valhúsaskóla.
GL kynnti stöðu framkvæmda við Valhúsaskóla og lagði fram skissur með hugmyndum að nýju anddyri skólans (fylgiskjal 102-4). Skólanefnd tekur undir að fresta þeim þætti útboðsins sem snýr að gerð nýs anddyris fyrir 7.bekk á meðan málið er skoðað frekar.

 

 

5.        Áherslur þróunarsjóðs grunnskóla - afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
Rætt um áherslur sjóðsins.

 

 

6.        Verkefni vegna umferðarviku - afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
Samþykkt að hrinda verkefninu í framkvæmd með stuðningi skipulags- umferðar- og hafnarnefndar.

 

 

7.        Drög að skóladagatali 2002 - 2003.
Skólanefnd leggur áherslu á að skóladagatöl grunnskóla og leikskóla verði sem mest samræmd. Skólanefnd fagnar því að tekist hafi að samræma dagatöl leikskóla og Mýrarhúsaskóla eins og orðið er. Því er beint til Valhúsaskóla að reynt verði að samræma skóladagtal hans betur við dagatöl Mýrarhúsaskóla og leikskóla.

 

 

8.        Skólaþróun.

a.        LHJ kynnti hugmynd að gerð stærðfræðistofu við Mýrarhúsaskóla. Samþykkt að veita styrk til þess að hrinda verkefninu í framkvæmd. Verkefnið verði samstarfsverkefni skólaskrifstofu og skólans.

b.       Lögð fram umsókn frá kennara í Valhúsaskóla um styrk vegna hönnunar og smíði rafræns greiðslukerfis (fylgiskjal 102-5). Skólanefnd þykir umsóknin mjög jákvæð. Í framhaldi af umræðum mun formaður kynna sér málið og leggja fyrir næsta fund.

 

ÓJS

 

 

 

9.        Umsókn í þróunarsjóð.
Umsókn dags. 18.03.02 (fylgiskjal 102-6) samþykkt.

ÓJS

 

10.     Önnur mál.

a.        Tekin fyrir tillaga frá Valhúsaskóla um að skipuð verði nefnd til undirbúnings umsóknar Valhúsaskóla að verða UT skóli (fylgiskjal 102-7). Skólanefnd fagnar frumkvæðinu og samþykkir tillöguna samhljóða.

b.       Lögð fram umsókn, dags. 03.04.02, um farareyri á ráðstefnu í Boston (fylgiskjal 102-8). Skólanefnd samþykkir að senda einn fulltrúa og telur eðlilegt að skólastjóri Mýrarhúsaskóla fari.

 

 

Jónmundur Guðmarsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Petrea I. Jónsdóttir (sign.)
Hrefna Kristmannsdóttir (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?