Fara í efni

Skólanefnd

96. fundur 05. nóvember 2001

Efni fundarins:

1. Tillaga um byggingu leikskóla

2. Ráðningarmál leikskólafulltrúa

3. Önnur mál

4. Vinnufundur aðalmanna skólanefndar:

   a) Fjárhagsáætlun stofnana

    b) Önnur mál

 

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

96

Fundarstjóri:  Jónmundur Guðmarsson

Fundarritari:  Óskar J. Sandholt

Staður: Skólaskrifstofa

Þátttakendur: 

Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Dagrún Ársælsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson og Óskar J. Sandholt.

Dagsetning :

  05.11.2001

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

20:15

Næsti fundur:

08.11.2001

Tími :

18:00

Staður:

Skólaskrifst.

       

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.        JG las tillöguna (sjá fylgiskjal 95-8) og óskaði eftir umræðum um hana. Tillagan er lögð fram til að koma í veg fyrir að biðlistar myndist á leikskólum og einnig til að koma til móts við breyttar þarfir foreldra sem í auknum mæli óska eftir heilsdagsvistun. Fram mun fara hagkvæmniathugun þar sem kostnaður og markmið skólastarfs verða metin áður en ákveðið hvort verður byggt við núverandi skóla eða nýr byggður.

 

 

2.        JG reifaði ástandið eins og það er núna. Hann greindi frá því að Ingibjörg Eyfells hefði haft samband og sýnt starfinu áhuga ásamt starfi í Gróttu. LHJ greindi frá að komin er niðurstaða um það að núvarandi leikskólafulltrúi mun ekki snúa aftur. Samkvæmt venju ber því að auglýsa stöðuna.  Hugað verði að hvort breyta þurfi starfslýsingu og starfshlutfalli leikskólafulltrúa áður en auglýst verður.

 

 

  1. DÁ lagði fram erindi frá leikskólakennurum Mánabrekku (fylgiskjal 96-1) varðandi áframhaldandi þróunarstarf í tölvumálum.

 

 

4.          

a.        Nokkur skoðanaskipti urðu um útfærslu embættismanna á fjárhagsáætlunum og um skilafresti og skilaform forstöðumanna. LHJ fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun og voru ýmsar athugasemdir gerðar. Klukkan 20:15 var ákveðið að slíta fundi og boða til framhalds  fimmtudaginn 08.11.2001 þar sem lokið verður við að fara yfir áætlun og þau mál er ekki voru tekin fyrir undir lið 4b).

b.       Skólanefnd Seltjarnarness lýsir áhyggjum vegna verkfalls tónlistarkennara og beinir því til samningsaðila leita allra leiða til að leysa vinnudeiluna hið fyrsta.

 

 

 

Jónmundur Guðmarsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Inga Hersteinsdóttir (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Petrea I. Jónsdóttir (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?