Fara í efni

Skólanefnd

92. fundur 13. september 2001

Efni fundarins:

  1. Skýrslur skólastjóra.
  2. Skýrsla sálfræðings 2000-2001.
  3. Skýrsla námsráðgjafa 2000-2001.
  1. Vinnureglur varðandi starfstengt nám.
  2. Fjárhagsáætlun næsta árs.
  3. Önnur mál.

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

92

Fundarstjóri:  Gunnar Lúðvíksson

Fundarritari:  ÓJS

Staður: Valhúsaskóli

Þátttakendur: 

Gunnar Lúðvíksson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Óskar J. Sandholt, Regína Höskuldsdóttir, Fjóla Höskuldsdóttir, Ástríður Nielsen, Sigfús Grétarsson, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir.

Dagsetning :

13.09.2001

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

19:00

Næsti fundur:

Óákveðið

Tími :

 

Staður:

 

       

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.         

a.        RH flutti stutta skýrslu um skólabyrjun.

b.       SG flutti stutta skýrslu um skólabyrjun.

c.        Í framhaldi af máli RH lagði fundarstjóri fram bréf frá íþróttafulltrúa Seltjarnarness (fylgiskjal 92-1) sem fjallar um vandamál vegna lengingar skóladags í Mýrarhúsaskóla. LHJ leitaði skýringa á hvers vegna það hefði verið hætt við að láta alla bekki byrja á sama tíma eins og kynnt hafði verið í vor. RH sagði að hætt hafi verið við vegna þrýstings frá foreldraráði. Vægast sagt mjög skiptar skoðanir á þessu máli. SH vill fá að vita hversu mörg börn þetta varðar. Grunnskólafulltrúa falið að fá að vita hjá Hauki Geirmundssyni hversu mörg börn málið varðar.

d.       ÞHM vakti athygli á að brunavarnir eru mjög slæmar í Valhúsaskóla þar sem búið er að loka svölum uppi þannig að engar brunaútgönguleiðir eru þar. Öryggisfulltrúinn bendir á að talað sé við arkitekt um málið og síðan eldvarnareftirlit. SG falið að tala við arkitekt og ákveða aðgerðir í framhaldi af því.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ÓJS

 

 

 

 

SG

 

2.        Engar athugasemdir voru gerðar við skýrslu sálfræðings (fylgiskjal 92-2) en nefnt að gott væri að skólanefnd hitti hann einu sinni á ári.

 

 

3.        Engar athugasemdir við skýrslu námsráðgjafa (fylgiskjal 92-3).

 

 

4.        Nokkrar umræður um gildi endur- og símenntunar og hvernig verkalýðsfélög standa að málum. Grunnskólafulltrúa falið að semja drög að vinnureglum varðandi fjarveru vegna náms.

 

 

ÓJS

 

5.        Endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2001 með ramma fyrir 2002 dreift (fylgiskjal 92-4) og skýrt frá að skólar, leikskólar og lúðrasveit ættu að vera búin að skila fjárhagsáætlun næsta árs fyrir 5. október.  LHJ tilkynnir viðkomandi um frestinn.

 

 

LHJ

 

6.        Bréf frá leikskólanum Mánabrekku lagt fram varðandi fjölda barna á deild vegna fatlaðs nemenda(fylgiskjal 92-5). Umræður um að erfitt sé að verða við óskum leikskólakennara í málinu. Lagt fram bréf frá Dagrúnu Ársælsdóttur og Soffíu Guðmundsdóttur (fylgiskjal 92-6) er varðar leikskólafulltrúa. Rætt um að erfitt sé að ráða í afleysingu þar sem ekki er ljóst hvenær leikskólafulltrúi kemur úr veikindaleyfi. LHJ falið að svara bréfinu varðandi leikskólafulltrúa.

 

 

 

 

 

LHJ

 

 

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Inga Hersteinsdóttir (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Petrea I. Jónsdóttir (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?