Fara í efni

Skólanefnd

03. mars 2010
231. (54) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 3. mars  2010, kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla, Erla Gísladóttir, fulltrúi foreldra Grunnskóla, Soffía Guðmundsdóttir skólastjóri leikskóla, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Bryndís Loftsdóttir fulltrúi foreldra og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

 

 1. Fundargerðir 2., 3., 4., 5. og 6. leikskólastjóra vegna skólaársins 2009/2010. Málsnúmer 2009090047.
  Lagðar fram til kynningar.

 2. Umsókn um sérstuðning fyrir barn í Mánabrekku. Málsnúmer 2009070042.
  Skólanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki fjárhags- og launanefndar. Sú staðfesting liggur nú þegar fyrir.

 3. Umsókn um styrk til íþróttaskóla fyrir 5 ára börn í leikskólum á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2010010097.
  Skólanefnd samþykkir að styrkja verkefnið.

 

Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Bryndís Loftsdóttir véku af fundi kl. 17:24.

 1. Umsókn um leyfi til daggæslu. Málsnúmer 2010020074.
  Skólanefnd samþykkir umsóknina að uppfylltum öllum skilyrðum er kveður á um í reglum um dagforeldra.

 

 1. Umsóknir um leikskólastjórastöðu.
  Skólanefnd veitir valnefnd heimild til að ljúka ráðningarferlinu.

 

Guðlaug Sturlaugsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Erla Gísladóttir komu á fund kl. 17:29.

 1. Farfuglinn Ópera. Málsnúmer 2010010059.
  Sýningum hefur verið hætt og því ekki hægt að afgreiða erindið.

 2. Samræmd könnunarpróf skólaárið 2010-2011. Málsnúmer 2010010047.
  Bréf frá menntamálaráðuneyti lagt fram til kynningar. Skólastjóri kynnti niðurstöður prófa þessa skólaárs.

 3. Úthlutunarlíkan 2010-2011. Málsnúmer 2010020112.
  Drög að líkani lögð fram. Samkvæmt forsendum sem m.a. byggja á tölum frá Hagstofu Íslands er ljóst að umtalsverður samdráttur verður í Grunnskólanum sem skýrist af fækkun nemenda vegna minnkandi árganga.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:05.

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Þórdís Sigurðardóttir (sign)

Guðrún B. Vilhjálmsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?