Fara í efni

Skólanefnd

89. fundur 29. maí 2001

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs og Margrét Harðardóttir  grunnskólafulltrúi. Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla, Gísli Ellerup aðstoðarskólastjóri Valhúsaskóla, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúi kennara í Valhúsaskóla, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Ólína E Thoroddsen fulltrúi kennara Mýrarhúsaskóla og Sæmundur E Þorsteinsson fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla.

Dagskrá:

1.      Áætlanir grunnskólanna voru afgreiddar á eftirfarandi hátt:

VALHÚSASKÓLI

  1. Kennslumagn samkvæmt viðmiðunarstundaskrá miðað við 14 bekkjardeildir verði 582 stundir á viku.
  2. Sérkennsla verði 107 stundir á viku sem er aukning um 5 stundir frá skólaárinu 2000-2001. Stundir til kennslu íslenskra nemenda sem flytjast erlendis frá verði teknar af sérkennslu.
  3. Bókasafnskennsla verði 28 stundir á viku þar með talin öll vinna á bókasafni.
  4. Nýbúakennsla verði sex stundir á viku. Viðmið eru þrjár stundir á nemanda.
  5. Deildarstjórn verði ½ stöðugildi (50% staða)
  6. Tölvuumsjón  verði eitt stöðugildi (100% staða)
  7. Námsráðgjafi verði eitt stöðugildi (100% staða) Aukning um 50%
  8. Stuðningsfulltrúi verði í 0.75% stöðugildi, 30 stundir á viku.

 

Skólanefnd mun endurskoða ákvörðun um umsjónartíma/9.14 (verkstjórnarþátt skólastjóra) í ljósi nýrra upplýsinga í kjarasamningi kennara.

Skólanefnd lítur svo á að skólastjóri geti nýtt ónotað stöðugildi töluvumsjónarmanns tímabundið í stöðu deildarstjóra svo framarlega sem það sé innan fjárhagsrammans.

 

MÝRARHÚSASKÓLI

  1. Kennslumagn samkvæmt viðmiðunarstundaskrá miðað við 23 bekkjardeildir verði 825 stundir á viku. (Minnt er á að 4. bekkur er í skólanum í 35 stundir á viku í stað 30 miðað við viðmiðunarstundaskrá, samtals 20 stundir) (Ekki er gert ráð fyrir skiptistundum í sundi í 5. bekk vegna fámennra bekkja).
  2. Sérkennsla verði 128 stundir á viku sem er sami stundafjöldi og skólaárið 2000-2001. Stundir til kennslu íslenskra nemenda sem flytjast erlendis frá verði teknar af sérkennslu.
  3. Bókasafnskennsla, föst forföll og vegna NN verði samtals 53 stundir á viku.
  4. Nýbúakennsla verði 12 stundir á viku. Viðmiðið eru þrjár stundir á nemanda.
  5. Skiptistundir til sveigjanlegs skólastarfs verði 10 á viku. Úthlutunin er fyrst og fremst tilkomin vegna fjölda nemenda í 3. bekk.
  6. Samsöngur á sal verði 1 stund á viku.
  7. Stuðningsfulltrúar verði í 2.25 stöðugildum.
  8. Deildarstjóri verði í einu stöðugildi (100% staða)
  9. Tölvuumsjón/tölvukennsla verði eitt stöðugildi (100% staða)
  10. Vegna  nemanda með einhverfu verði 1.5 stöðugildi atferlisþjálfa auk kostnaðar vegna erlends ráðgjafa. Áætlaður kostnaður vegna kennslu nemandans er kr. 2.200.000,- á verðlagi skólaársins 2000-2001, auk kostnaðar vegna þjálfarans.
  11. Gæsla í frímínútum verði allt að 16 klukkustundir á viku. (eins og nú er)
  12. Útlán á skólasafni verði 10 stundir á viku.

13. Kórstjórn verði tvær  stundir á viku.

  1. Hádegisstund verði 20 mínútur á dag á hvern bekk eða 100 mínútur á viku og greiðist sem yfirvinna.
  2. Námsráðgjafi óbreyttur 20 klukkustundir á viku (50% stöðugildi)

 

Skólastjóri Mýrarhúsaskóla vakti máls á því að við skólann munu starfa a.m.k. 5 leiðbeinendur á næsta skólaári. Ráðning starfsmanna sem ekki eru menntaðir sem kennarar kallar á fjölgun stuðningsfulltrúa og óskar skólastjóri því eftir því að fá að ráða einn stuðningfulltrúa til viðbótar við ofangreint, enda eru laun leiðbeinenda lægri en kennara og því  myndist fjárhagslegt svigrúm til ráðningar stuðningsfulltrúa.

 

  1. Skólanefnd staðfestir áður framlagt skóladagatal grunnskólanna.

 

  1. Önnur mál:

a)      Skólastjóri Valhúsaskóla lagði fram skýrslu frá Helgu Krístinu Gunnarsdóttur, Ólöfu Guðfinnu Siemsen og Þórunni Halldóru Matthíasdóttur kennurum í Valhúsaskóla vegna námsferðar til Kaupmannahafnar í apríl sl. Hægt er að skoða skýrsluna á heimasíðu skólans. Kennarnir þakka skólanefndinni veittan stuðning.

b)     Rætt um umferðarvikuna. Slyasavarnarnefndin er óánægð með þátttöku foreldra og skólans í átakinu. Einnig var rætt um að hjálmaeign barna í 1. bekk væri ekki í nægilega góðu lagi.

c)      Rætt um meint atvik sem átti sér stað í Mýarhúsaskóla. Skólanefnd hefur rannsakað málið og er niðurstaðan sú að skrifa viðkomandi bréf og koma með tillögu aðlausn málsins.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi sltiið kl. 18:50

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?