Fara í efni

Skólanefnd

85. fundur 21. mars 2001

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Margrét Harðardóttir  grunnskólafulltrúi,

Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Ólína Thoroddsen fulltrúi kennara í Mýrarhúsaskóla, Ástríður Nielsen fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri í Valhúsaskóla og Alda Gísladóttir fulltrúi kennara í Valhúsaskóla.

Dagskrá:

1.      Skólanefnd samþykkir eftirfarandi skiptingu á fjármunum til endurmenntunar í grunnskólana:

a.       Mýrarhúsaskóli       kr. 450.000,-

b.      Valhúsaskóli      kr. 350.000,-

2.      Skólanefnd samþykkir hækkun á gjaldskrá Skólaskjólsins í Mýrarhúsaskóla frá og með næsta hausti. Dvalargjald á klukkustund verður kr. 200,- og hámarksdvalargjald  kr. 12.000,-

3.      Lagðar fram fyrirspurnir frá félagsmálaráði: (Fskj.-07-01)

a.       Um einelti

b.      Um “utanskólatilboð” fyrir nemendur á unglingastigi.

Óskað er eftir að skólastjórar grunnskólanna sendi skólanefnd skriflegt svar við lið a. og   formaður skólanefndar mun  undirbúa svar við lið b. og leggja fyrir skólanefnd.

4.      Lagt fram bréf  frá Umboðsmanni Alþingis dagsett 21. febrúar 2001 varðandi mál Svandísar Bergmannsdóttur og Andrésar Ó Bogasonar. Niðurstaða málsins er sú að umboðsmaður telur ekki tilefni til athugasemda við þá niðurstöðu menntamálaráðuneytis að ekki hafi legið fyrir í málinu kæranleg stjórnsýsluákvörðun og er umfjöllun málsins lokið af hans hálfu. (Fskj. 08-01)

5.      Skólaskrifstofa Seltjarnarness hlaut styrk að upphæð kr. 400.000,- úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla til að halda námskeið í náttúrufræði/útilífskennslu.

6.      Önnur mál.

7.      a) Rætt um bréf frá skipulags- umferðar, og hafnarnefnd Seltjarnarness. Um er að ræða samstarfsverkefni Mýrarhúsaskóla, foreldrafélags skólans, æskulýðs- og íþróttaráðs og Slysavarnardeildar kvenna á Seltjarnarnesi “um hvernig örva megi á öruggan hátt börn á Seltjarnarnesi til að ganga frá heimili sínu í skólann á morgnana.” (Fskj. 09-01)

b) Skólanefnd samþykkir  styrkveitingar til eftirtalinna kennara í Valhúsaskóla til að fara í námsferð til Kaupmannahafnar í apríl/maí nk:

Helga Kristín Gunnarsdóttir

Ólöf Guðfinna Simesen

Þórunn Halldóra Matthíasdóttir

Styrkupphæðin er  kr. 40.000,- fyrir hverja.

 

Fundi slitið kl. 18:45

Fundarritar: Margrét Harðardóttir

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?