Fara í efni

Skólanefnd

83. fundur 21. febrúar 2001

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Ólína Thoroddsen fulltrúi kennara í Mýrarhúsaskóla, Ástríður Nielsen fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri í Valhúsaskóla og Hanna Dóra Birgisdóttir fulltrúi kennara í Valhúsaskóla.

Dagskrá:

  1. Umsögn skólanefndar um skólanámskrá Mýrarhúsaskóla lögð fram og rædd. Skólanefnd þakkar kennurum Mýrarhúsaskóla ágætlega unna námskrá.
  1. Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla lagðar fram og ræddar. (Fskj. 05-01)
  1. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti erindi skólastjóra Mýrarhúsaskóla frá 9. nóvember sl. um að æskulýðs- og íþróttaráð taki að sér skipulag og framkvæmd tómstundanámskeiða fyrir nemendur skólans. (Fskj. 06-01)
  1. Skólanefnd samþykir fyrir sitt leyti að haldið verði áfram að vinna með nemanda sem byrjar í grunnskóla næsta haust samkvæmt atferlismeðferð Lovaas. Skólanefnd sendir erindið til fjárhags- og launanefndar til afgreiðslu.
  1. Lagt fram bréf í 9 liðum frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla. (Fskj. 07-01)

a)      Vakin er athygli skólanefndar á bágbornu ástandi sem er á kennslustofu í heimilisfræði.

b)     Vakin er athygli á að liður til efniskaupa í fjárhagsáætlun var skorinn niður. Komið hefur í ljós að í samanburði við    nágrannasveitarfélög er þessi liður lágur. Skólanefnd mun beita sér fyrir því að hann verði lagfærður við endurskoðun fjárhagsáætlunar. (Fskj. 08-01)

c)      Óskað er eftir að skólanefnd móti sér reglur um hvaða ívilnanir standi kennurum í réttindanámi og framhaldsnámi til boða. Grunnskólafulltrúa falið að kanna hvernig nágrannasveitarfélögin standa að þessum málum.

d)     Vakin er athygli á því að ekki er gert ráð fyrir veikindaforföllum annars starfsfólks í Mýrarhúsaskóla, m.a. stuðningsfulltrúa sem starfa með nemendum sem eiga í erfiðleikum.

e)      Skólastjóri leggur til að gjaldskrá Skólaskjólsins verði hækkuð í kr. 200   á klukkustund frá og með næsta hausti. Ennfremur er lagt til að Skólaskjólið verði fyrir nemendur í 1.-3. bekk.

f)       Skólastjóri óskar eftir að skólanefnd taki afstöðu til opnunartíma Skólaskjóls í skólaleyfum. (jólaleyfi, páskaleyfi og vetrarleyfi)

g)     Lögð fram fyrstu drög að skóladagatali Mýrarhúsaskóla fyrir næsta skólaár. Enn fremur er vakin athygli á að starfstími annars starfsfólks skólanna breytist vegna kerfisbreytingar í tengslum við nýjan kjarasamning kennara. (Fskj. 09-01)

h)      Lögð fram endurmenntunaráætlun/kostnaðaráætlun Mýrarhúsaskóla. (Fskj. 10-01)

i)       Skólastjóri óskar eftir kynningu á starfslýsingu forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs  og breyttri starfslýsingu grunnskólafulltrúa. Starfslýsing forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs lögð fram og ósamþykkt starfslýsing grunnskólafulltrúa. (Fskj. 11-01)

  1. Lögð fram skýrsla frá Valhúsaskóla vegna flutnings 7. bekkjar. Skólanefnd þakkar starfsfólki Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla hversu vel var staðið að flutninngum og viðtöku árgangsins. Skólanefnd samþykkir að skólaskipan verði með óbreyttu sniði, þ.e. að 7. bekki verði áfram í Valhúsaskóla. (Fskj.12-01)
  2. Lögð fram endurmenntunaráætlun/kostnaðaráætlun Valhúsaskóla.

(Fskj.13-01)

  1. Önnur mál:

a)      Lögð fram skýrsla vegna námsferðar kennara og skólastjóra Mýrarhúsaskóla á ráðstefnu í Lundi í Svíþjóð um mannréttindi og kennslu nýbúa og skýrsla vegna námsferðar kennara í Mýarhúsaskóla á tölvu- og námsgagnasýningu BETT í London. Skýrslurnar er að finna á heimasíðu Mýrarhúsaskóla. (Fskj. 14-01)

b)     Lagt fram bréf frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla ásamt fylgigögnum þar sem óskað er eftir aukinni sérkennslu í 1. bekk.

c)      Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu um skólatíma/daga nemenda í Valhúsaskóla og svarbréf skólastjóra vegna fyrirspurnar ráðuneytis. (Fskj. 15-10)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:30

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)

Hrefna Kristmannsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?