Fara í efni

Skólanefnd

80. fundur 10. janúar 2001

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Ólína Thoroddsen fulltrúi kennara í Mýrarhúsaskóla, Ástríður Nielsen fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri í Valhúsaskóla, Gísli Ellerup aðstoðarskólastjóri í Valhúsaskóla og Anna Birna Jóhannesdóttir fulltrúi kennara í Valhúsaskóla.

Einar Áskelsson stjórnunar- og rekstrarráðgjafi frá Rekstri og Ráðgjöf á Akureyri var á símafundi með fundarmönnum undir 1. lið.

Dagskrá:

1.     Lögð fram lokaskýrsla frá Einari Áskelssyni stjórnunar- og rekstrarráðgjafa vegna verkefnisins “Innleiðsla gæðastarfs í Mýrarhúsaskóla”. Einar kynnti fundarmönnum innihald og niðurstöður skýrslunnar.

2.      Lögð fram til umræðu og skoðunar þarfagreining vegna stækkunar Valhúsaskóla (viðbygging). Skólanefnd samþykkir tillögurnar  að viðbættum nokkrum atriðum. Starfshópnum falið að vinna áfram að málinu með arkitekt.

3.      Önnur mál:

a)      Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis dagsett 7. desember 2000 vegna Tónlistarskólans Skólanefnd vísar erindinu til byggingarfulltrúa. (Fskj. 1.-01)

b)      Lagt fram uppsagnarbréf frá Ásthildi Kristjánsdóttur kennara í Valhúsaskóla dagsett 27. desember 2000.

c)      Lagðar fram til upplýsingar niðurstöður úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. (Fskj. 2.01)

d)      Lagðar fram og samþykktar styrkumsóknir að upphæð 75.000,- hvor frá Margrét Sigurgeirsdóttur og Fjólu Höskuldsdóttur kennara í Mýrarhúsaskóla vegna námsferðar á tölvusýningu í London í janúar 2001. (Fskj. 3.01)

e)      Lagt fram bréf frá Regínu Höskuldsdóttur skólastjóra Mýrarhúsaskóla sem varðar umsjónarmann Skólaskjólsins. Skólaskrifstofu falið að afgreiða málið.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundir slitið kl. 20:03

Fundarritar var Margrét Harðardóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?