Fara í efni

Skólanefnd

67. fundur 15. júní 2000

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson Petrea Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri Mánabrekku, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Sólbrekku, Anna Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku, Guðbjörg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Mánabrekku, fulltrúi starfsfólks og Halla Bachmann fulltrúi foreldra

Dagskrá:

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

 1. Leikskólastjóri Sólbrekku kynnti þróunarverkefni Sólbrekku."Námskrá leikskólans".

2.    Leikskólafulltrúi greindi frá fjarnámi við Háskólann á Akureyri og samvinnu við         Kópavogsbæ vegna námsins. Fjórir nemendur/starfsmenn leikskóla  frá Seltjarnarnesi sækja námið.

3.    Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur lagði fram upplýsingar um sérkennslu í leikskólunum sl.vetur og lýsti ferli hennar. Sagði frá einstaklingsnámskrá og Íslenska þroskalistanum  (Fskj.17-00).

4.    Umsókn í Þróunarsjóð.  Verkefnið " Tónlist fyrir alla, börn konur og karla " lagt fram     og kynnt.

5.    Umsókn um styrk  v/ tónlistarnámskeiðs lögð fram ásamt kynningu á námskeiðinu.

6.    Leikskólafulltrúi lagði fram erindi varðandi stefnumarkandi samþættingu leikskóla- og grunnskólastigs (Fskj.18-00).

Fulltrúar leikskóla véku af fundi. kl 18:15.

 

Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi og Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans mættu á fundinn klukkan 18:15.

9.  Málefni Tónlistarskólans

a. Skólastjóri Tónlistarskólans sagði frá starfinu á síðari hluta skólaársins. Starfið var með svipuðu sniði og undanfarin ár og gekk vel. Einnig vék hann nokkrum orðum að ferð skólalúðrasveitarinnar til Þrándheims í lok maí.

b. Innritun fór fram í lok skólaárs og er aukning á  umsóknum á ýmis hljóðfæri.

c.Lagt var fram bréf þar sem óskað er eftir auknu tímamagni í Tónlistarskólann á næsta skólaári. Skólanefnd leggur til að kennslumagn verði aukið um 10 stundir, úr 225 í 235 stundir. (Fskj.19-00)

 d. Skólastjóri lagði áherslu á að nýja kennslustofan verði tilbúin fyrir næsta skólaár.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:25

Fundarritari var Petrea I. Jóndóttir/KT.MH

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Petrea I. Jóndóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?