Fara í efni

Skólanefnd

58. fundur 13. mars 2000

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Árni Ármann Árnason, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri Mánabrekku, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Sólbrekku, Ásdís Þorsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku, Guðbjörg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Mánabrekku, fulltrúi starfsfólks og Halla Bachmann fulltrúi foreldra undir liðnum um málefni leikskólanna. Auk  þess sátu fundinn undir málefnum grunnskólans Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Sigfús Grétarsson skólastjóri, Gísli Ellerup aðstoðarskólastjóri og Þórunn H. Matthíasdóttir kennari frá Valhúsaskóla.

 

Dagskrá: Málefni leikskólanna

 

1.     Fjöldi barna í leikskólum bæjarins.

Lagt fram yfirlit yfir fjölda barna í leikskólum bæjarins. Lagt fram yfirlit yfir fjölda barna í árgöngum og framtíðarhorfur (Fskj. 08-00).

2.     Lerkilundur.

Skólanefnd samþykkir að framlengja rekstur Lerkilundar fram á mitt ár 2001.

3.     Lagt fram bréf frá Mánabrekku um umhverfisstefnu (Fskj. 09-00).

Skólanefnd samþykkir að beina því til Umhverfisnefndar að Mánabrekka fái að vera virkur þátttakandi í umhverfisstefnu Seltjarnarnesbæjar.

4.     Aðalnámskrá leikskóla.

Leikskólafulltrúi upplýsti  um tvo starfsmenn sem menntamálaráðuneytið hefur til að kynna Aðalnámskrá leikskóla. Skólanefnd stefnir að kynningu fyrir foreldra fyrir næsta haust þegar nýr árgangur er kominn í leikskólann

5.     Bréf frá Rannsóknarstofu Háskólans í ónæmisfræði.

 Beiðni um þátttöku í rannsókn á áhrifum bóluefnis sem börn hafa fengið. Skólanefnd samþykkir beiðni Rannsóknarstofu Háskólans í ónæmisfræðum að viðkomandi megi hafa samband við leikskóla á Seltjarnarnesi vegna umrædds rannsóknarverkefnis, enda liggi samþykki tölvunefndar fyrir og jafnframt verði leitað samþykkis foreldra

6.     Lögð fram áfangaskýrsla v. Þróunarverkefnis í tónlist á Mánabrekku.

 Verkefnið nefnist “Tónlist fyrir alla, börn konur og karla” Guðbjörg Jónsdóttir fylgdi skýrslunni úr hlaði og kynnti fyrirætlanir vegna yngstu barnanna næsta haust.

7.     Fundargerðir frá fundum leikskólafulltrúa og leikskólastjóra lagðar fram.

8.     Umræður um erindi frá  Jóhanni Helgasyni og Þórhildi G. Gísladóttur.

Leikskólafulltrúi upplýsti að í kjölfar þessa máls hafa verið settar viðmiðunarreglur um úthlutun leikskólaplássa.

Fulltrúar leikskólans viku af fundi kl.18;30.

 

 

 

Málefni grunnskólans:

 

1. Skólastjóri Valhúsaskóla kynnti innihald skýrslu skólastjórnenda  vegna hugsanlegs  flutnings 7. bekkjar í Valhússkóla næsta haust.

Fulltrúi kennara taldi þá hugmynd sem fram kom að  hugsanlega mætti leysa viðbótargangavörslu með því að nýta starfskrafta kennara (sem er í samræmi við kjarasamninga) ekki myndi njóta vinsælda hjá kennurum og óskar eftir að farnar verði aðrar leiðir.

 

2. Önnur mál:

 

a)     Sjá Trúnaðarmálabók mál 1.

b)    Skólanefnd samþykkti að boða foreldra nemenda í 6. bekk í Mýrarhúsaskóla til fundar í Valhúsaskóla, þriðjudaginn 21. mars nk. kl. 20:15 vegna hugsanlegs flutnings árgangsins.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:20

Fundarritarar: Kristjana Stefánsdóttir/Margrét Harðardóttir

 

 

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Árni Ármann Árnason (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Petrea I Jónsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?