Fara í efni

Skólanefnd

52. fundur 29. desember 1999

Fundinn sátu:, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir og Gunnar Lúðvíksson frá skólanefnd og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi,

 

Dagskrá:

1.     Skólanefnd samþykkir að veita 5 kennurum í Mýrarhúsaskóla styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla Seltjarnarness  að upphæð kr. 260.000 til að vinna að verkefninu "Heimspeki/lífsleikni"  Ráðgjöf og kennsla er í höndum Sigurðar Björnssonar lektors við KHÍ. Skólaskrifstofa hyggst standa fyrir námskeiði með vorinu um lífsleikni fyrir kennara  yngri barna í Mýrarhúsaskóla.

 

2.     Rætt um nýtingu Fræðaseturs í Gróttu fyrir skólana á Seltjarnarnesi.

 

3.     Bréf frá kennurum Valhúsaskóla vegna starfs- og viðtalstíma sálfræðings, dagsett 6.      desember 1999, tekið til efnislegrar umfjöllunar. (Fskj.-1-00)

 

4. Önnur mál:

a)     Óskað er eftir frekari umsögnum frá umsjónarkennara og skólastjóra Mýrarhúsaskóla vegna umsóknar um skólavist fyrir nemanda í Waldorfskóla.

b)    Lögð fram skýrsla frá RKHÍ sem ber heitið "Hvernig er best að koma til móts við fjölgun nemenda á grunnskólaaldri á Seltjarnarnesi?".

Skólanefnd færir RKHÍ þakkir fyrir skjót og fagleg vinnubrögð.

c)     Skólanefnd samþykkir að veita Ásdísi Öldu Þorsteinsdóttur, Kirsten Lybæk Vangsgaard og Elínu Guðjónsdóttur verkefnisstjórum í tölvuvinnu barna í leikskólunum Sólbrekku og Mánabrekku styrk að upphæð kr. 40.000,- hverri til að kynna sér tölvuvinnu í leikskóla í Danmörku. (Fskj.2-00)

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Petrea I Jónsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30

Fundarritari var Margrét Harðardóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?