Fara í efni

Skólanefnd

51. fundur 06. desember 1999

Fundinn sátu:, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Árni Ármann Árnason og Gunnar Lúðvíksson frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Margrét Ólafsdóttir skólasálfræðingur, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla og Helga Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi kennara í Valhúsaskóla.

 

Dagskrá:

 

1.     Margrét Ólafsdóttir sálfræðingur lagði fram og kynnti ársskýrslu fyrir skólaárið 1998-1999.  Hún lagði ennfremur fram greinargerð um verkefnið "Hugur og heilsa" sem hún vann með nokkrum nemendum Valhúsaskóla í samstarfi við Erík Örn Arnarson.

2.     Önnur mál:

a)Lagt fram bréf frá kennurum Valhúsaskóla þar sem óskað er eftir umræðu um stöðuhlutfall sálfræðings við grunnskólana. (Fskj.-69-99)

     b) Skólanefnd óskar eftir að grunnskólafulltrúi geri samanburð á stöðugildum sérfræðiþjónustu skóla og félagsþjónustu hjá nágrannasveitarfélögunum.

     c) Fulltrúi kennnara í Valhúsaskóla lagði fram fyrirspurn vegna ritunar fundargerða.

     d) Skólastjóri Mýrarhúsaskóla lagði fram umsókn frá Einvarði Jóhannssyni um stöðu íþróttakennara við skólann frá 1. janúar 2000. Skólanefnd samþykkir ráðninguna.

     e) Skólastjóri Mýrarhúsaskóla lagði fram og kynnti niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk.

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:30

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Árni Á Árnason (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?