Fara í efni

Skólanefnd

50. fundur 02. desember 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Árni Ármann Árnason, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri Mánabrekku, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Sólbrekku, Ásdís Þorsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku, Guðbjörg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Mánabrekku, fulltrúi starfsfólks og Halla Bachmann fulltrúi foreldra.

 

Dagskrá:

1.   Námskrá leikskóla:

    Leikskólafulltrúi kynnti aðalnámskrá leikskóla.

2.   Námskeiðsdagur leikskóla 22. október sl.

    Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir námskeiðsdeginum.

3.   Ársskýrslur leikskólanna:

    Lagðar voru fram ársskýrslur Sólbrekku og Mánabrekku.

    Soffía Guðmundsdóttir kynnti ársskýrslu Sólbrekku og ársáætlun leikskólans.

Dagrún Ársælsdóttir  kynnti ársskýrslu Mánabrekku og skýrsluna Mánabrekka 1999-2000 “starfsgrundvöllur” sem er ársáætlun skólans og upphaf að skólanámsrá Mánabrekku.

4.   Áfangaskýrsla “Skapandi notkun tölvu í leikskólastarfi”:

    Ásdís Þorsteinsdóttir lagði fram skýrsluna og kynnti hana.

5.   Ferð leikskóla-aðstoðarleikskólastjóra Mánabrekku í listaskóla í Danmörku:

Dagrún Ársælsdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir lögðu fram skýrslu og sögðu frá ferðinni.

6.   Lagt fram bréf frá Árverkni :

    Kynning á átaksverkefni um slysavarnir barna (Fskj.68-99)

 

Önnur mál:   Lögð fram eftirfarandi erindi:

a)   Lögð fram umsókn um námsvist í Waldorfskóla.

b)    Lagt fram bréf frá skólasálfræðingi um námskeiðið “Líf og leikur” sem haldið var í Valhúsaskjóla á vormisseri 1999. (Fskj69.-99)

c)   Lögð fram umsókn um styrk til þróunarverkefnis. (Fskj.70-99)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:45.

Fundarritari var Árni Á Árnason

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Árni Á Árnason (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?