Fara í efni

Skólanefnd

48. fundur 03. nóvember 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir og Gunnar Lúðvíksson frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarson skólastjóri Valhúsaskóla, Olína Thoroddsen og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar kennara.

Dagskrá:

 

1.   Fjárhagsáætlun Skólanefndar Seltjarnarness fyrir fjárhagsárið 2000 lögð fram að nýju, rædd og samþykkt.

2.   Önnur mál:

a)   Formaður gerði grein fyrir stöðu mála um skólavef og netföng fyrir starfsmenn og nemendur.

b)   Samþykkt var að formaður og grunnskólafulltrúi gangi til samninga við Ingvar Sigurgeirsson prófessor við KHÍ um úttekt á framtíðarskipulagi skólamála/skólahúsnæðis á Seltjarnarnesi. Úttektin skal liggja fyrir 15. desember.

c)    Lagt fram bréf frá Margréti Ólafsdóttur skólasálfræðingi varðandi greinargerð um forvarnarverkefnið "Líf og leikur".

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:30

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?