Fara í efni

Skólanefnd

41. fundur 16. ágúst 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson Petrea I. Jónsdóttir og Árni Ármann Árnason frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi og Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans.

Dagskrá:

 

1.     Málefni Tónlistarskólans:

 

a)     Skólastjóri Tónlistarskólans lagði fram tillögu að skólagjöldum fyrir skólaárið 1999-2000. Hækkun skólagjalda er að meðaltali um 5% milli ára. (Fskj. 55-99)

 

Hljóðfæraleikur fullt nám:                       kr. 34.500,-

Hljóðfæraleikur með undirleik:                           kr. 52.500,-

Hljóðfæraleikur hálft nám:                       kr. 24.500,-

Söngur:                                                      kr. 52..500,-

Söngur hálft nám:                                 kr. 31.500,-

Forskóli:                                           kr. 18.500,-

 

Skólanefnd samþykkir tillögu skólastjóra.

 

b)    Skólastjóri vakti athygli á að tekin verður upp kennsla á selló í allt að 5 stundir á viku. Skólanefnd lítur svo á að skólastjóri taki um það ákvörðun innan þess fjárhagsramma sem skólinn hefur.

 

2.-3. Skólanefnd samþykkir að ráðast samhliða í verkefnin: "Mat á skólastarfi í Valhúsaskóla" á vegum RKHÍ og að gera verksamning við Rekstur og ráðgjöf vegna "Úrbóta í starfsemi Mýrarhúsaskóla". Skólanefnd veitir formanni og grunnskólafulltrúa umboð  til að ganga frá samningi samkvæmt fyrirliggjandi drögum.

 

4.     Þórunn Dögg Árnadóttir segir starfi sínu sem grunnskólakennari við Mýrarhúsaskóla lausu. Skólanefnd samþykkir að uppsögnin taki gildi frá 1. ágúst 1999.

 

5.     Skólanefnd samþykkir drög að bréfi vegna fyrirspurnar menntamálaráðuneytis varðandi greiðslu fyrir vordaga í Mýrarhúsaskóla.

 

6.     Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti þar sem beðið er um umsögn vegna stjórnsýslukæru Svandísar Bergmannsdóttur og Andrésar Ó Bogasonar. Skólanefnd óskar greinargerðar skólastjóra og kennara um tildrög málsins.

 

7.     Lögð fram umsókn um styrk frá Önnu Sigurbjörnsdóttur kennara í Tónlistarskóla vegna námsferðar til Noregs. Skólanefnd samþykkir að veita henni styrk að upphæð kr. 40.000,-

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:45

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Petrea I. Jónsdóttir  (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Árni Ármann Árnason (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?