Fara í efni

Skólanefnd

01. desember 2010

235. (58) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 1. desember 2010, kl. 08:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnnskóla Seltjarnarness , Erla Gísladóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir skólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi leikskólakennara v. Leikskóla Seltjarnarness, Guðrún Tinna Ólafsdóttir fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi og Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi.

Fundi stýrði: Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

  1. a) Tölulegar upplýsingar um Leikskóla Seltjarnarness í okt. 2010 -málsnr. 2010110037
    Lagt fram til kynningar. Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi, kynnti.
    b) Samantekt um sameiningu leikskólanna, Mánabrekku og Sólbrekku, á Seltjarnarnesi árið 2010 -málsnr. 2010110038.
    Lagt fram til kynningar. Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi, kynnti.
    Formaður skólanefndar þakkaði starfsfólki og stjórnendum leikskólans sérstaklega fyrir sitt framlag varðandi hversu vel hefur tekist til við sameiningu leikskólanna.
    c) Fundargerðir frá leikskólastjórafundum (10. og 11. fundur) -málsnr. 2009090047
    Lagt fram til kynningar
    d) Fundargerðirog skólaársins 2010 -2011(1. og 2. fundur) -málsnr. 2010100012
    Lagt fram til kynningar
  2. Sumarskóli 5 ára barna.
    Formaður skólanefndar fór yfir reynslu af sumarskóla fyrir 5 ára börn sl. sumar.
    Samþykkt var til að bjóða upp á sumarskóla fyrir 5 ára börn á ný sumarið 2011.
    Hrafnhildi Sigurðardóttur var sérstaklega þakkað fyrir vel unnin störf, sem leikskólafulltrúi, í þágu Seltjarnarnesbæjar. Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir og Erla Gísladóttir komu á fund kl. 08:40.
  3. Fjárhagsáætlun 2011, málaflokkur 04 -kynning.
    Formaður skólanefndar og fræðslufulltrúi kynntu helstu breytingar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er varða stofnanir á fræðslusviði.

    Björg Fenger, Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir viku af fundi kl. 9:00.
  4. Sjálfsmatsskýrsla og sjálfsmatsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 20100110048
    Lagt fram til kynningar, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, kynnti.
  5. Kynning á niðurstöðum samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekk.
    Lagt fram til kynningar, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, kynnti.
  6. Bréf frá frá Velferðarvaktinni -ályktun í upphafi skólastarfs. 2010090021.
    Lagt fram til kynningar.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir og Erla Gísladóttir viku af fundi kl 9:25. Gylfi Gunnarsson kom á fund.
  7. Innritun í Tónlistarskóla Seltjarnarness í feb. 2011. Staðfestingargjald.
    Ræddar voru hugmyndir um að innritun í Tónlistarskóla verði lokið fyrr árið 2011 en verið hefur undanfarin ár og að tekið verði upp staðfestingargjald við innritun. Skólastjóra og fræðslufulltrúa var falið að vinna tillögu að framkvæmd.

Fleira ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:40.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Björg Fenger (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Halldór Árnason (sign)

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?