Fara í efni

Skólanefnd

19. janúar 2011

236. (59) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 19. janúar 2011, kl. 08:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Soffía Guðmundsdóttir skólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi leikskólakennara v. Leikskóla Seltjarnarness, Guðrún Tinna Ólafsdóttir fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi.

Fundi stýrði: Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

  1. Umsókn um bráðabirgðastarfsleyfi v. daggæslu í heimahúsi –málsnr. 2011010069.
    Skólanefnd samþykkir umsóknina að uppfylltum öllum skilyrðum er kveður á um í reglum um dagforeldra.
  2. Umsókn um “ömmuleyfi” –málsnr. 2010120055.
    Skólanefnd samþykkir umsóknina..
    Skólanefnd leggur til að reglur um ”ömmuleyfi” verði yfirfarnar og teknar til skoðunar á næsta skólanefndarfundi.
  3. Beiðni um námsvist í tónlistarskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda –málsnr. 2010040016.
    Skólanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki fjárhags-og launanefndar.
  4. Beiðni um námsaðstoð –málsnr. 2010120047.
    Skólanefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki fjárhags-og launanefndar.
  5. Tillaga að fundardögum skólanefndar 2011.
    Skólanefnd samþykkir tillögu um eftrifarnandi fundardaga fyrir skólanefndarfundi: 19. janúar, 2 .mars, 13. apríl, 18. maí, 7. september, 5. október og 16. nóvember.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, og Guðrún Tinna Ólafsdóttir komu á fund kl. 8:30.
  6. Sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness 2011.
    Skólanefnd samþykkir sumarlokun Leikskóla Seltjarnarness f.o.m. 4. júllí t.o.m. 1. júlí.
  7. Ályktun frá skólamálanefnd Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum –málsnr. 2010120056.

    Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 08:50.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Björg Fenger (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Halldór Árnason (sign)

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?