Fara í efni

Skólanefnd

37. fundur 08. júlí 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Árni Ármann Árnason, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla og Marteinn M. Jóhannsson aðstoðarskólastjóri Mýrarhúsaskóla undir málefnum grunnskóla. Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi sat fundinn undir málefnum leikskóla.

Dagskrá:

1.   Málefni Mýrarhúsaskóla

a.    Lagðar fram eftirfarandi tillögur:

"Greinargerð um fyrirhugað umbótastarf í Mýrarhúsaskóla skólaárið 1999-2000" (Fskj. 49-99)

"Framkvæmdaáætlun umbótarstarfs í Mýrarhúsaskóla 1999-2001" (Fskj. 50-99)

b.    Lögð fram drög að starfslýsingu skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, skrifstofustjóra og ritara. (Fskj. 51-99)

1.    Skólastjóri Mýrarhúsaskóla leggur til að eftirtaldir kennarar verði ráðnir að skólunum:

Kristinn Ragnar Sigurbergsson   kt. 010263-4419 (Mýrarhúsa-og Valhúsaskóli)

Sigurborg Kjartansdóttir  kt. 100562-3679

Rannveig Oddsdóttir              kt. 151273-5219

Skólanefnd samþykkir ráðningarnar.

Eftirtaldir kennarar segja stöðum sínum lausum:

Sigurlaug Jónsdóttir Mýrarhúsaskóla

Ragna Freyja Karlsdóttir Mýrarhúsaskóla

Skólanefnd samþykkir að uppsagnirnar taki gildi 1. ágúst 1999

2.    Áliti skólanefndar vegna málefnis nemanda í Mýrarhúsaskóla vísað til bæjarstjórnar.

3.    Umræður um verksamning um mat á skólastarfi í Valhúsaskóla. Ákveðið að afgreiða málið á næsta fundi. (Fskj. 52-99)

4.    Önnur mál:

a.    Lagðar fram mánaðarskýrslur frá námsráðgjafa (janúar-maí) (Fskj.53-99)

b.    Lagðar fram skýrslur frá umsjónarkennurum í Valhúsaskóla. Skólanefnd þakkar góðar skýrslur.

c.    Lögð fram beiðni um styrk frá Mettu Helgadóttur kennara í Valhúsaskóla til að sækja námskeið fyrir íþróttakennara á Akranesi í ágúst 1999, að upphæð kr. 20.000,- Skólanefnd samþykkir umsóknina.

d.    Lagt fram bréf frá grunnskólafulltrúa til skipulags/umferðar og hafnarnefndar sem lýtur að öryggi barna í umferðinni við Mýrarhúsaskóla. (Fskj. 54-99)

Málefni leikskóla

1.    Erindi fjárhags- og launanefndar vegna námsleyfis Elínar Guðjónsdóttur leikskólakennara á Mánabrekku. Skólanefnd mælir með erindinu.

2.    Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Sólbrekku hefur samþykkt að auka við sig starfshlutfalli úr 80% í 100% frá 1. september n.k.

3.    Erindi frá Sólbrekku um fækkun barna. Skólanefnd felst ekki á fækkun barna meðan á reynslutíma stendur. Málið verður endurskoðað næsta vor.

4.    Erindi frá Mánabrekku um ferðastyrk. Skólanefnd er reiðubúin að leggja kr. 50.000 af mörkum gegn því að fjármögnun takist.

5.    Vorfundur leik- og grunnskólakennara. Fundargerð lögð fram.

6.    Vorfundur leikskólafulltrúa haldinn í Varmalandi 29-30 apríl 1999. Fundargerð lögð fram.

7.    Námskrá leikskóla lögð fram.

8.    Staða biðlista. Útlit er fyrir að öll börn á leikskólaaldri þ.e. fædd 1997 eða fyrr fái leikskólavist frá og með næsta hausti. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með þessa stöðu.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:40.

Fundarritari var Margrét HarðardóttirLoka
Var efnið á síðunni hjálplegt?