Fara í efni

Skólanefnd

136. fundur 12. janúar 2004

Fundarstjóri: Bjarni Torfi ÁlfþórssonFundarritari:MH

Þátttakendur:
Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson, og Margrét Harðardóttir. Fulltrúar skólanna: Regína Höskuldsdóttir skólastjóri og Kristín Kristinsdóttir kennari, Sigfús Grétarsson skólastjóri og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir. Fulltrúi foreldra: Anna Kristín Kristinsdóttir.

Formaður skólanefndar óskaði eftir að skólastjóri Mýrarhúsaskóla véki af fundi undir lið 5. Dagsetning :12.1.2004
Frá kl. :17:00 Til kl. :19:58
Næsti fundur:9.2.2004 Tími :17:00
Staður: Bæjarskrifstofa

Með samþykki fundarmanna var dagskrárliður 5 færður aftast á dagskrá.
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður: Ábyrgur: Verklok:
1. Formaður skólanefndar lagði fram drög að auglýsingu um starf skólastjóra frá ráðningastofu, ferli vegna einstakra verkhluta og bréf Óskars Norðmann hdl. er varðar málsmeðferð við ráðningu skólastjóra (Fskj. 1).

Fulltrúar Neslistans í skólanefnd leggja fram eftirfarandi tillögu á skólanefndarfundi 12. janúar 2004, vegna ráðningaferlis skólastjóra og tillögu meirihluta skólanefndar um að ráða Mannafl til að annast ráðninguna.

„Skólanefnd samþykkir að auglýsa í eigin nafni nýja skólastjórastöðu, er varð til við sameiningu yfirstjórnar Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Ráðnir verði sérhæfðir skólamenn til að ræða við umsækjendur og skila greinargerð um þá einstaklinga sem koma til greina í starfið til skólanefndar. Skólanefnd geri tillögu um ráðningu á skólastjóra til bæjarstjórnar sem byggir á þessum faglegu greinargerðum“.

Árni Einarsson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
(Fskj. 2)

Greinargerð:
Ráðning á skólastjóra verður gerð af bæjarstjórn eftir að umsögn og tillaga skólanefndar liggur fyrir. Kostnaður við að ráða ráðningastofu til verksins er umtalsverður. Það liggur fyrir að þóknun ráðningastofu vegna ráðningar á starfsmönnum er mánaðarlaun viðkomandi starfsmanns.

Laun skólastjóra með fleiri nemendur en 650 er á bilinu kr. 514.000,- til 554.000,-. Ráðningastofan bætir við 24,5% vsk.
Samtals verða þetta tæplega kr. 700.000,-.
Auglýsing í Morgunblaðinu sem áætlað er að birtist tvisvar kostar á bilinu kr. 130.000,- til 140.000,- (með 25% afslætti).
Samtals eru þetta tæplega kr. 850.000,-.

Við þessa upphæð bætist fundarkostnaður skólanefndar vegna málsins. Þetta er mjög mikill kostnaður og þar að auki bætist við þetta ferli laun ráðgjafa og 12 mánaða biðlaun fráfarandi skólastjóra. Að mati fulltrúa Neslistans í skólanefnd er kostnaður við þessa aðgerð orðinn alltof mikill og sjálfsagt að skera niður þar sem mögulegt er.

Árni Einarsson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
(Fskj. 2)

Tillagan er felld með þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins gegn tveimur atkvæðum Neslistans.

Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi tillögu:

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu um auglýsingu um starf skólastjóra sem unnin er í samvinnu við Ráðningastofuna Mannafl. Auglýsingin og ráðningaferlið hefur verið yfirfarið af Óskari Norðmann hdl. sem staðfestir að auglýsingin og ferlið eru í samræmi við gildandi heimildir og ákvæði um ráðningu skólastjóra í grunnskóla.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Lárus B. Lárusson (sign)
(Fskj. 3)

Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Neslistans sátu hjá.
2. Lagðar fram upplýsingar um fjárframlög bæjarins umfram lögbundna þætti. Grunnskólafulltrúa falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum varðandi sambærilega þætti og leggja fyrir skólanefnd (Fskj. 4).

3. Lagðar fram 8. og 9. fundargerð skólastjórafunda frá 8. október og 17. desember sl (Fskj. 5).
4. Lögð fram gögn vegna brottvísunar nemanda úr Valhúsaskóla. Skólastjóra Valhúsaskóla og grunnskólafulltrúa falið að vinna í málinu og leita samstarfs við félagsmálaráð (Fskj. 6).

5. Forstöðumaður fjárhags- og stjórnsýslusviðs fjallaði um greinargerð vegna kvörtunar móður barns í Mýrahúsaskóla vegna bréfs sem dagsett er 20. október 2003. Lagt er til að málinu sé hér með lokið (Fskj. 7)

Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun:

„Málsmeðferð meirihlutans í skólanefnd vegna meintra brota skólastjóra og eins kennara í Mýrarhúsaskóla í starfi vegna umræðna við nemendur um sameiningu grunnskólanna á Seltjarnarnesi var röng og tilefnislaus eins og fram kemur í bréfi framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dags. 23. des. 2003. Fulltrúar Neslistans í skólanefnd bentu strax á það í bókun 27. október 2003 þegar málið kom til umræðu og afgreiðslu í nefndinni. Bæjarfulltrúar Neslistans bentu einnig á það í bókun á bæjarstjórnarfundi 12. nóvember 2003.
Á fundi skólanefndar 27. okt, 2003 var málið tekið fyrir með formlegum hætti og ákvörðun um málsmeðferð tekin af hálfu meirihlutans með bókun. Þar var því ekki um að ræða upplýsingar um málið einvörðungu eins og framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs heldur fram í bréfi sínu. Umræddur skólastjóri var ekki boðaður á þann fund og ekki lágu fyrir andsvör hans og viðkomandi kennara við málsatvikum. Sú ákvörðun formanns skólanefndar að boða skólastjórann ekki á fundinn getur ekki talist eðlileg, eins og framkvæmdastjórinn heldur fram í bréfi sínu. Svona vinnubrögð eru ámælisverð og stríða gegn góðri stjórnsýslu.
Fulltrúar Neslistans í skólanefnd áskilja sér rétt til þess að skoða þetta mál nánar og óska eftir umræðu um það í skólanefnd síðar“.

Árni Einarsson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
(Fskj. 8)

Fulltrúar meirihlutans leggja fram eftirfarandi bókun:

„Málsmeðferð meirihluta skólanefndar hlýtur að teljast eðlileg í ljósi þeirra upplýsinga sem lágu fyrir. Samkvæmt minnisblaði frá Óskari Norðmann hdl. frá 24. nóvember 2003 bar skólanefnd ekki skylda til að boða skólastjóra til þess fundar þar sem málið var upphaflega lagt fram“.

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Lárus B. Lárusson (sign)
(Fskj. 9)

6. Lagt fram bréf frá kennara í Valhúsaskóla (Fskj. 9).

7. Frestað til næsta fundar

8. Lagt fram fundarplan fyrir fundi skólanefndar – vor 2004 (Fskj. 10).

Önnur mál:
a) Fulltrúi Neslistans óskar er eftir að skólastjóri Valhúsaskóla leggi fram yfirlit yfir ráðstöfun viðbótarstunda sbr. reiknilíkan. Skólastjóri mun taka saman yfirlit og senda fundarmönnum.
b) Fulltrúi Neslistans óskar eftir að lagður verði fram starfssamningur við Guðjón Guðmundsson rekstrarráðgjafa.
c) Skólastjóri Mýrarhúsaskóla vakti athygli á að erfiðlega gengi að ráða forstöðumann og starfsmenn í Skólaskjólið.
d) Fulltrúi foreldra í Valhúsaskóla lýsti ánægju sinni með störf skólastjórnenda/kennara við erfiðar aðstæður undanfarnar vikur.


Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Lárus B Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?