Fara í efni

Skólanefnd

32. fundur 17. maí 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Árni Ármann Árnason, Petrea I. Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi Regína Höskuldsdóttir skólastjóri, Edda Óskarsdóttir kennari frá Mýrarhúsaskóla,, Sigfús Grétarsson skólastjóri og Móeiður Gunnlaugsdóttir kennari frá Valhúsaskóla.

Dagskrá:

1.   Áætlanir skólanna:

Mýrarhúsaskóli:

                                          i.         Skólanefnd samþykkir að bekkjardeildir verði 27 næsta skólaár.

                                        ii.         Skólanefnd samþykkir að veita skólanum 1218 stundir á viku næsta skólaár.

                                       iii.         Áætlun skólans í sérkennslu verður þó endurskoðuð vegna fjölgunar nemenda sem falla undir lög um málefni fatlaðra.

                                       iv.         Skólanefnd samþykkir að skólinn fái 50.38 stundir á viku í fagstjórn og umsjón með tölvum.

Valhúsaskóli:

                                          i.         Skólanefnd samþykkir að veita skólanum 459 stundir á viku næsta skólaár.

                                        ii.         Skólanefnd samþykkir að skólinn fái 28 stundir á viku í fagstjórn, umsjón með tölvum og í umsjónartíma í 8. og 9. bekk.

1.    Kennararáðningar:

Mýrarhúsaskóli:

                                          i.         Umræður um kennararáðningar. Samþykkt að auglýsa aftur eftir kennurum.

                                        ii.         Skólanefnd samþykkir ráðningu eftirtalinna kennara:

Helga Þórkelsdóttir               1/1 staða    kt. 051173-3339

Fanney Snorradóttir              1/1 staða    kt. 310176-5599

Bjartey Sigurðardóttir            1/1 staða    kt. 120257-5369

Valhúsaskóli:

                                          i.         Skólanefnd samþykkir ráðningu eftirtalinna kennara:

Örn Kr.Arnórsson          1/1 staða    kt. 230467-5609

Ingibjörg Ósk Jónsdóttir  1/1 staða    kt. 221056-6129

Helga Birna Björnsdóttir  1/2 staða    kt. 281057-5539

1.    Skólanefnd samþykkir stofnun starfshóps um skólatíma og skólamáltíðir Gert er ráð fyrir að hópurinn skili niðurstöðum fyrir 15. október 1999.

2.    Önnur mál:

a.    Lagt fram bréf frá SÍS um starfsdaga skóla. (Fskj. 38-99)

b.    Skólanefnd samþykkir vetrarfrí á vorönn vegna sérstakra aðstæðna. Skólanefnd leggur áherslu á að foreldrum verði kynnt þessi áform með góðum fyrirvara.

c.    Lagt fram bréf frá bæjarstjórn dagsett 15. maí 1999 þar sem óskað er skýringar skólanefndar varðandi málefni nemanda í Mýrarhúsaskóla.

d.    Lagt fram bréf frá SÍS um breytingu á reglum um gjaldskrá fyrir nemendur sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags. (Fskj. 39-99)

e.    Lagt fram bréf frá Brynhildi Ásgeirsdóttur og Þórhildi Lárusdóttur kennara í Mýrarhúsaskóla um tilraunakennslu í ensku í 4. bekk í Mýrarhúsaskóla. ("Fun with English") Skólanefnd þakkar kennurum fyrir upplýsingarnar. (Fskj. 40-99)

f.     Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu vegna styrks sem Skólaskrifstofa Seltjarnarness fékk til að halda námskeið í enskukennslu fyrir byrjendur og smíði og hönnun í samráði við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Mosfellsbæjar. Námskeiðin verða haldin í ágúst. (Fskj. 41-99)

g.    Lagðar fram niðurstöður úr könnun á tölvunotkun kennara í Mýrarhúsaskóla. Skólanefnd þykir miður hve heimtur voru slæmar. (Fskj. 42-99)

h.    Lagðar fram niðurstöður úr könnun á tölvunotkun kennara í Valhúsaskóla. Skólanefnd þakkar kennurum góð skil. (Fskj. 43-99)

i.     Lagðar fram niðurstöður um töluvunotkun nemenda í Valhúsaskóla unnar af nemendum. Skólanefnd þakkar áhugaverðar niðurstöður. (Fskj. 44-99)

j.     Lögð fram tillaga frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla um fyrirkomulag og gjaldskrá í Skólaskjóli skólaárið 1999-2000. Skólanefnd samþykkir rekstrarforsendur. (Fskj. 45-99)

k.    Lagt fram bréf frá Margréti Sigurgeirsdóttur bókasafnskennara í Mýrarhúsaskóla þar sem kemur fram að hún mun hefja 15 eininga fjarnám við Framhaldsdeild KHÍ í tölvu- og upplýsingatækni. Jafnframt óskar hún eftir fyrirgreiðslu m.a. í formi kennsluafsláttar og launaðs leyfis.

l.      Skólanefnd lýsir velvilja sínum til að taka skipan sérkennslumála til endurskoðunar.

Fundi slitið kl. 20:10

Fundarritari var Margrét Harðardóttir.

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)

Árni Ármann Árnason (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?