Fara í efni

Skólanefnd

30. fundur 03. maí 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Árni Ármann Árnason, Inga Hersteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri Mánabrekku, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, Ásdís Þorsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku og Guðbjörg Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks.

Sunneva Hafsteinsdóttir tók að sé fundarritun.

Dagskrá:

1.   "Skapandi notkun tölvu í leikskólastarfi" (fskj.38-99 ). Tölvuverkefni leikskóla Seltjarnarness. Ásdís Þorsteinsdóttir kynnti starfið síðastliðinn vetur og starfið næsta vetur. Leikskólarnir Sólbrekka og Mánabrekka hafa fengið styrk úr Þróunarsjóði leikskóla frá menntamálaráðuneytinu.vegna þessa verkefnis kr 500,000- annað árið í röð. Skólanefnd óskar leikskólunum til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í starfi sínu. Skólanefnd telur mikilvægt að tölvuverkefnið verði kynnt í Mýrarhúsaskóla og að tekið verði mið af undirbúningi nemenda við tölvukennslu í skólanum.

2.    Tónlistarvekefni, samstarf leikskóla og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Guðbjörg Jónsdóttir sagði frá umsókn Mánabrekku til Þróunarsjóðs leikskóla á Seltjarnarnesi.

3.    Sálfræðiþjónusta við leikskólanna. Skólanefnd samþykkir að Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi fái umboð til að semja við Margréti Sigmarsdóttur sálfræðing um að taka að sér 20% starf við leikskóla Seltjarnarness.

4.    Námskeið fyrir þjálfara og foreldra hjá Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins. Námskeiðið verður að halda vegna fjölgunar fatlaðra barna á leikskólum bæjarins. Skólanefnd samþykkir að námskeiðið verði haldið. Kostnaður er áætlaður 70,000-krónur.

5.    Skólanefnd samþykkir að framvegis verði stöðugildi vegna fatlaðra barna aðgreind sérstaklega í fjárhagsáætlun.

6.    Skólanefnd vill koma á framfæri þökkum fyrir opin dag í leikskólum bæjarins sem haldinn var 24. apríl sl.

7.    Umsókn í þróunarsjóð leikskóla vegna tónlistarverkefnis í leikskólanum Mánabrekku. Skólanefnd samþykkir að veita Mánabrakku 250,000- styrk til verkefnisins sjá (fskj. 39-99)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:07.

Jónmundur Guðmarsson (sign).

Árni Á. Árnason (sign).

Inga Hersteinsdóttir (sign).

Gunnar Lúðvíksson (sign).

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign).Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?