Fara í efni

Skólanefnd

02. mars 2011

237. (60) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 2. mars 2011, kl. 08:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Anna Harðardóttir aðstoðarskólastjóri v. Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi leikskólakennara v. Leikskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnnskóla Seltjarnarness , Erla Gísladóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi.

Fundi stýrði: Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

 1. a) Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum – málsnr. 2010090019.
           Bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í skólamálum var lagt fram til kynningar
      b) Skólaþing Seltjarnarnesbæjar 2011.
  Formaður skólanefndar og fræðslufulltrúi gerðu grein fyrir undirbúningi Skólþings.
 2. Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk, stefnumótun í málefnum barna og ungs fólks 2009 – málsnr. 2011010090.
  Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu var lagt fram til kynningar og ákveðið var að halda áfram þátttöku í rannsókninni.
  Guðlaug gerði grein fyrir samstarfi við Reykjavíkurborg varðandi könnun sem lögð verður fyrir foreldra grunnskólabarna á vordögum.
  Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir og Erla Gísladóttir viku af fundi kl. 8:25.
 3. Umsókn um styrk til íþróttakennslu 5 ára barna í Leikskóla Seltjarnarness – málsnr. 2011010099.
  Skólanefnd samþykkir umsóknina.
 4. Umsókn um fjölgun skiplagsdaga við Leikskóla Seltjarnarness –málsnr. 2011010100.
  Skólanefnd samþykkir umsóknina.
  Bókun: Fjölgun skiplagsdaga kemur til framkvæmdar f.o.m. næsta skólaári.

  Halldór Árnason vék af fundi kl. 8:30.
 5. Umsókn um styrk til þróunarverkefnis – málsnr. 2011020098.
  Skólanefnd samþykkir umsóknina.
 6. Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara –málsnr. 2011020094.
  Lagt fram til kynningar.

  Anna Harðardóttir og , Sigríður Elsa Oddsdóttir viku af fundi kl. 8:40.
 7. Innritun í Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2011-2012.
  Innritun í Tónlistarskólann skal lokið 1. apríl.
 8. Ályktun mótmælafundar „Samstaða um framhald tónlistarskólanna –málsnr. 2009080047.
  Lagt fram til kynningar.

  Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 9:05.
 9. Umsókn um “ömmuleyfi” –málsnr. 2010120055.
  Skólanefnd samþykkir umsóknina.
  Bókun: Skólanefnd samþykkir að heimild til að veita ömmuleyfi falli niður frá og með 1.apríl 2011.
 10. Námskeið fyrir skólanefndir vorið 2011.
  Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:20.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Björg Fenger (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?