Fara í efni

Skólanefnd

25. fundur 29. mars 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Árni Ármann Árnason, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi. Árni Á. Árnason tók að sér fundarritun.

Dagskrá:

1.    Leikskólafulltrúi lagði fram yfirlit yfir nýtingu í leikskólum bæjarins. Þar kom. m.a. fram að börn á skrá á biðlista eftir leikskólaplássi eru samtals 95, þar af eru 79 börn sem eru fædd 1997 eða fyrr. (fskj4/9) Fram kom að 82 börn útskrifast úr leikskólunum fyrir haustið. Rætt var um starfsemi Lerkilundar í þessu sambandi en starfsemin þar hefur gengið vel. Skólanefnd var sammála um að leggja til að starfsemi Lerkilundar verði framhaldið í eitt ár í viðbót.

Umræður um framkvæmdaþörf varðandi heilstæða stefnu í leikskólamálum.

a. Skólanefnd setur sér það markmið að leikskólar bæjarins verði því sem næst einsettir. Þ.e. að 95% barna verði í heilsdagsplássum og 5% í síðdegis plássum.

b. Skólanefnd samþykkir að innritun í leikskólana miðist við hið hefðbundna skólaár, þannig að börn komist alltaf í leikskóa að hausti þess árs sem þau verða tveggja ára.

c. Rætt var um þjónustustig í framtíðinni, m.a. innritunaraldur barna.

2.    Umsóknir um ferðastyrki.

a. Umsókn frá Dagrún Ársælsdóttur og Guðbjörgu Jónsdóttur, til að sækja skólamálaþing á Akureyri 17. apríl n.k. áætlaður kostnaður 40.000,- Samþykkt að greiða flugfar fyrir báðar.

b. Umsókn frá Sjöfn Þráinsdóttur vegna námsferðar til New Jersey í Bandaríkjunum, áætlaður kostnaður kr. 135.000,- . Skólanefnd vill taka verulegan þátt í greiðslu ferðakostnaðar en leikskólafulltrúa falið að kanna hvort einhverjir aðilar séu viljugir að koma til móts við nefndina og greiða hluta kostnaðar.

3.    Önnur mál :

a. Lögð fram beiðni vegna stuðnings við dreng sem hefur greinst með ódæmigerða einhverfu, samanber bréf 28. mars 1999. Skólanefnd samþykkir erindið.

b. Lagðar fram þrjár beiðnir frá grunnskólakennurum við Mýrarhúsaskóla, Guðlaugu M. Kristjánsdóttur, Sigurlaugu Einarsdóttur, og Brynhildi Ásgeirsdóttur um launalaust leyfi næsta skólaár .

Skólanefnd samþykkir erindið.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:15.

Jónmundur Guðmarsson (sign).

Árni Á. Árnason (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign).

Gunnar Lúðvíksson (sign).

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign).Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?