Fara í efni

Skólanefnd

137. fundur 16. febrúar 2004

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson Fundarritari: Hrafnhildur.Sig og Margrét Harðard.
Þátttakendur: Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson Hrafnhildur Sigurðardóttir, Margrét Harðardóttir. Fulltrúi leikskólanna: Dagrún Ársælsdóttir. Fulltrúar grunnskóla: Regína Höskuldsdóttir, Fjóla Höskuldsdóttir, Sigfús Grétarsson og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir. Fulltrúar foreldra: Guðrún Þórsdóttir og Svana Helen Björnsdóttir Dagsetning : 16.02.2004


Leikskóli;
1. Fundargerðir 5. og 6. fundar leikskólastjóra og leikskólafulltrúa lagðar fram:
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar (Fskj. 137-1).

2. Umsókn um námsdag:
Leikskólastarfsmenn fara í námsferð til Madrid dagana 22.-25. apríl n.k. Sótt er um auka námsdag þar sem fyrri námsdaginn ber upp á sumardaginn fyrsta (frídag). Skólanefnd samþykkir að beina því til stjórnenda að leita eftir umsögn foreldrafélaga leikskólanna (Fskj. 137-2).

3. Umsókn um ferðastyrk:
Leikskólastarfsmenn sækja um styrk til námsferðar til Madrid. Samþykkt að veita kr. 5000 pr. starfsmann (Fskj. 137-3).

4. Umsókn um styrk úr Þróunarsjóði leikskóla:
Leikskólafulltrúi og leikskólastjórar sækja um styrk til að endurskoða og bæta Starfsmannahandbók og Handbók leikskólastjóra. Samþykkt að veita umbeðinn styrk (Fskj. 137-4).

5. Fjöldi barna með afsláttargjald í leikskólum Seltjarnarness:
HSig. kynnti yfirlit yfir fjölda foreldra sem njóta afsláttar af leikskólagjaldi. Þeim hefur fjölgað um helming frá fyrra ári, stærsti hlutinn eru einstæðir foreldrar. Um þriðjungur foreldra nýtur nú afsláttar (Fskj. 137-5).

6. Fjöldi heimsókna á gæsluvöllinn sumarið 2003:
HSig. kynnti súlurit yfir fjölda heimsókna á gæsluvöllinn sumarið 2003. Skólanefnd samþykkir að gæsluvöllurinn verði opinn frá 28. júní - 6. ágúst 2004 og mun hann starfa á leikskólalóðunum á lokunartíma þeirra (Fskj.137-6).

7. Önnur mál:
a. Lagt fram bréf dagsett 10. jan. 04, ítrekuð umsókn um námsstyrk. (137-7). Leikskólafulltrúa falið að svara erindinu. Samkvæmt gildandi reglum um námstyrki er beiðninni hafnað.
b. ÁE spurðist fyrir um launaflokkaröðun háskólamenntaðra starfsmanna í leikskóla. HSig. upplýsti að samkvæmt bókun í Kjarasamningi Seltj. og LN er ákveðinn launafl. ætlaður þeim starfsmönnum. Málið verður kynnt í Fjárhags- og launanefnd.

Grunnskóli;
1. Greinargerð vinnuhóps um Skólaskjólið lögð fram og kynnt (Fskj .-137-7).

2. Lögð fram skýrsla skólastjóra Valhúsaskóla um ráðstöfun kennslustunda í skólanum skólaárið 2003-2004 (Fskj. -137-8).

3. Skólanámskrár skólanna lagðar fram til umsagnar (Fskj. -137-9 og 137-10).

4. Fundargerðir og glærur vinnuhóps vegna sameiginlegrar stjórnunar skóla lagðar fram (1-9) (Fskj. – 137-11).

5. Fundargerðir byggingarnefndar Mýrarhúsaskóla lagðar fram (1-5) (Fskj. -12).

6. Fundargerðir skólastjórafundar lagðar fram (1-2/2004) (Fskj. 13).

7. Greint frá verkstöðu í verkefninu Hugur og heilsa í Valhúsaskóla. Grunnskólafulltrúa falið að kanna málið frekar.

8. Lagðar fram niðurstöður frá kynningarfundi sem haldinn var 4. 12. 2003 um umferðarfræðslu í skólum og ferðahætti grunnskólanemenda sem unnin var af Benedikt Sigurðarsyni sérfræðingi ásamt Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri með styrk frá RANNUM. Skólanefnd beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að svara erindi frá 29. september 2003 varðandi tæknilega úrvinnslu um umferðaröryggi í kringum skólana (Fskj. -137-14).

Sameining Mýrarhúsa og Valhúsaskóla - skýrslur, fundargerðir og upplýsingar v/beiðni N-lista.

9. Lagt fram minnisblað frá Rannsóknarstofnun KHÍ varðandi skoðun á því með hvaða hætti mögulegt væri að gera úttekt á því að „skólarnir okkar tveir verði færðir undir eina yfirstjórn“ (Fskj. 137-15).

Fulltrúar Neslista leggja fram eftirfarandi bókun við lið 9:
„Fulltrúar Neslista í skólanefnd hafa loks fengið svar við óskum um að fyrir skólanefnd yrðu lögð gögn sem lægju til grundvallar ákvörðun meirihlutans fyrir sameiningu grunnskólanna á Seltjarnarnesi.
Þau gögn sem meirihluti skólanefndar leggur hér fram til viðbótar því sem áður hefur verið kynnt á heimasíðu Seltjarnarbæjar er viðhorfakönnun foreldra í Árskóla á Sauðárkróki og greinargerð fræðslustjóra á Selfossi um hagkvæmni þess að sameina grunnskólanna þar frá 28. júlí 2001. Samkvæmt upplýsingum sem fulltrúar í skólanefnd fengu á föstudag á líka að dreifa skólaverkefni/ritgerð Óskars J. Sandholts til skólanefndar.
Gögnin sem meirihluti skólanefndar vísar í eru veikur grunnur að ákvörðun um að sameina skólana, koma málinu ýmist ekkert við eða gefa ekki til kynna að mikils ávinnings um bætt skólastarf sé að vænta af sameiningu þeirra.
Einnig var kallað eftir gögnum um samskipti formanns skólanefndar við hinar ýmsu rannsóknarstofnanir sem leitað var til vegna úttektar á kostum og göllum sameiningar skólanna. Allar sem ein neituðu að taka að sér verkefnið eins og það var lagt upp, en ekkert liggur skjalfest fyrir. Formaður skólanefndar fullyrðir að haft hafi verið samband við hinar ýmsu stofnanir en engin gögn hafa verið lögð fram því til staðfestingar. Þessi vinnubrögð formanns skólanefndar eru mjög ámælisverð.

Fulltrúar Neslista í skólanefnd fóru einnig fram á það á síðasta fundi skólanefndar að lagður yrði fram samningur sem meirihluti skólanefndar gerði við ráðgjafa sem undirbúa átti sameiningu yfirstjórnar skólanna. Samningur þessi vekur furðu því þar er engin tilraun gerð til að meta heildarkostnað við verkið hvorki hvað varðar tíma né fjármagn“.

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Árni Einarsson (sign) (Fskj. 137-16).

10. Önnur mál:
a. Breyting á fundartímum skólanefndar. Fundur dagsettur 8. mars verður 15. mars og fundur sem dagsettur er 10. maí verður 17. maí.
b. Lagt fram bréf frá kennurum í Mýrarhúsaskóla varðandi klögumál sem sent var bæjarstjóra 20. október 2003, þar sem skólastjóri og einn kennari skólans eru bornir þungum sökum. Málið verður á dagskrá á næsta fundi skólanefndar (Fskj. -17).
Lagt fram bréf frá starfsfólki í Valhúsaskóla varðandi ráðningu skólastjóra þar sem þeir lýsa yfir fullum stuðningi við umsókn skólastjóra Valhúsaskóla um stöðu skólastjóra sameinaðs skóla á Seltjarnarnesi.
c.
Skólanefnd Seltjarnarness
Kennarar og annað starfsfólk Valhúsaskóla óskar eftir að eftirfarandi ályktun kennarafundar, sem haldinn var í hádeginu fimmtudaginn 12. febr., verði lögð fyrir og bókuð á skólanefndarfundi 16. febrúar n.k.

Ályktun kennarafundar 12. febr. 2004
Enn er starfsfólk Valhúsaskóla furðu lostið yfir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru varðandi sameiningu grunnskóla Seltjarnarness. Það er ekki nóg með að ákvörðuninni um sameiningu skólanna hafi verið þröngvað í gegn á haustdögum, án nokkurs samráðs við skólasamfélagið á Seltjarnarnesi, heldur er nú þeim umsækjendum sem sótt hafa um stöðu skólastjóra í hinum nýja skóla sýnd ótrúleg óvirðing með framlengingu á umsóknarfresti um tvær vikur. Okkur er spurn, til hvers ætlar bæjarstjórn að nota þann tíma?
Svo virðist sem þeir, sem að þessari breytingu standa, hafi talið þessa nýju skólastjórastöðu svo ómótstæðilega að umsækjendur flykktust að. Svo reyndist ekki vera en umsækjendur eru þó orðnir fjórir. Þessar dræmu undirtektir vekja enga furðu hjá þeim sem þekkja til skólamála á Seltjarnarnesi. Því skyldi fólk sækjast eftir starfi hjá bæjarfélagi þar sem valdníðsla er sú stjórnunaraðferð sem viðgengst?
Það er ótrúlegt hvað það óöryggi, sem skapast hefur um skólann, og illa undirbúnar og órökstuddar aðgerðir hafa kostað skólann okkar. Í starfsmannahópi, þar sem áður ríkti einstakur vinnuandi og vilji til góðra verka, ríkir nú depurð og óánægja. Orka starfsmanna dugar til þess að halda í horfinu hinu venjubundna skólastarfi en framþróun sú, sem hefur verið í fullum gangi undanfarin ár, er í hættu vegna þessa óvissuástands. Einhverjir starfsmenn eru auk þess farnir að hugsa sér til hreyfings Það er nú einu sinni þannig að forsenda öflugs skólastarfs eru ánægðir starfsmenn. Það hafa verið unnin ótrúleg skemmdarverk á vinnustað okkar á síðustu mánuðum sem gæti tekið langan tíma að bæta.
Þar sem við vitum að Sigfús Grétarsson, núverandi skólastjóri Valhúsaskóla, hefur sótt um hina nýju skólastjórastöðu viljum við ítreka einhuga stuðning alls starfsfólks skólans við hann enda á Sigfús farsælt starf að baki við skólann.
Starfsfólk Valhúsaskóla

Fylgirit: Stuðningsyfirlýsing starfsfólks Valhúsaskóla
Afrit sent bæjarstjóra.
(Fskj. 137-18).

d. Lagt fram bréf varðandi fjölskyldustefnu Seltjarnarness. Óskað er eftir að leikskólafulltrúi og grunnskólafulltrúi komi upplýsingum til Sigrúnar Hv. Magnúsdóttur um hvað þegar er í boðið fyrir fjölskyldur í bæjarfélaginu í málaflokknum ásamt framtíðarsýn. (Fskj. -137-19).


Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Lárus B. Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?