Fara í efni

Skólanefnd

22. fundur 11. febrúar 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi.

Dagskrá:

1.    Lagðar fram og kynntar úthlutunarreglur um Þróunarsjóð grunnskóla Seltjarnarness. Ákveðið að bæta við skilgreiningu á hugtakinu þróunarverkefni.

2.    Rætt um viðmiðunarreglur vegna umsókna um styrki til símenntunar. Grunnskólafulltrúa falið að koma með tillögur á grundvelli þeirra umræðna.

3.    Umræður um viðbótarkjarasaming við kennara grunnskólanna. Skólanefnd hefur ákveðið að mæta á kennarafund með Fjárhags- og launanefnd vegna málsins.

4.    Skólanefnd samþykkir endurskoðuð drög að samningi við Eirík Örn Arnarson.

5.    Lögð fram umsókn um skólavist fyrir nemanda í Ísaksskóla. Umsókninni hafnað sbr. bókun skólanefndar dagsettri 6. maí 1997.

6.    Lögð fram umsókn frá Guðfinnu Emmu Sveinsdóttur kennara í Mýrarhúsaskóla um launalaust leyfi næsta skólaár. Skólanefnd samþykkir umsóknina.

7.    Lögð fram fyrstu drög að starfsmannastefnu fyrir grunnskólana á Seltjarnarnesi.

8.    Önnur mál:

a.    Skólanefnd óskar eftir því að skoðað verði hvort fýsilegt sé að endurskipuleggja stundaskrá Mýrarhúsaskóla.

b.    Skólanefnd samþykkir að Sunneva Hafsteinsdóttir verði fulltrúi nefndarinnar í samstarfshópi um vímuvarnir.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:15

Fundarritari var Margrét Harðardóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?