Fara í efni

Skólanefnd

20. fundur 25. janúar 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Árni Ármann Árnason, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla, Kristín Kristinsdóttir kennari Mýrarhúsaskóla, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir kennari Valhúsaskóla, Atli Árnason fulltrúi foreldra og Rannveig Óladóttir námsráðgjafi.

Dagskrá:

 1. Lögð fram til kynningar verkefni/kennslugögn frá enskukennurum grunnskólunum sem þeir unnu sem þróunarverkefni s.l. sumar vegna tilraunakennslu í ensku fyrir 4. bekk. Auk þess var lögð fram vinna nemenda.

Skólanefnd þakkar kennurum skemmtileg verkefni og óskar þeim góðs gengis með þróunarvinnuna.

 1. Umræðum um samning vegna lífsleikniverkefnis Eiríks Arnar Arnarsonar frestað. Samningurinn er ekki tilbúinn en verður lagður fram á næsta fundi.
 2. Skólanefnd samþykkir eftirfarandi tillögu:

 

Tölvunotkun í grunnskólunum

Gerð verði könnun á stöðu tölvunotkunar í grunnskólunum með því að láta kennara og nemendur svara eftirfarandi spurningum

   Hvaða forrit notar hver kennari og hvernig?

   Hafa kennarar áhuga á að auka notkun tölvu til kennslu og þá hvernig? Með hvaða forritum (forgangsröð)?

   Telja kennarar æskilegt að auka notkun tölvu við kennslu í sínu fagi?

   Hvað telja kennarar að þurfi að koma til, til að bæta og auka tölvunotkun í kennslu og vinnu nemenda?

   Hvað telja nemendur að þurfi að koma til, til að bæta tölvukennsluna?

   Hafa nemendur aðgang að tölvu á heimilum sínum?

   Hafa nemendur aðgang að Interneti á heimilum sínum?

 

 

 1. Rannveig Óladóttir námsráðgjafi lagði fram og fór yfir mánaðarskýrslur september – desemeber 1999, þar sem fram koma upplýsingar um starf hennar. Einnig kynnti hún fyrir fundarmönnum verkefnið Skóli atvinnulífsins sem unnið er að í samvinnu við Guðrúnu Þórsdóttur kennsluráðgjafa á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. (Fskj. 6-99)
 2. Varpað fram hugmynd um ritun sögu Valhúsaskóla vegna 25 ára afmælis skólans.
 3. Önnur mál:
 1. Skólanefnd óskar eftir upplýsingum um hvernig grunnskólarnir standa að móttöku nýrra nemenda.
 2. Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Mýrarhúsaskóla varðandi skólamáltíðir. (Fskj. 7-99)
 3. Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Mýrarhúsaskóla varðandi námsefniskynningar. (Fskj. 8-99)
 4. Lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Mýrarhúsaskóla varðandi skólamálafund í október og viðhorfskönnunar vegna skólamáltíða. (Fskj. 9-99)
 5. Lagt fram bréf frá foreldrarráði Mýrarhúsaskóla varðandi opnun skólans að morgni að hausti og vori. (Fskj. 10-99)
 6. Lagðar fram upplýsingar um verkefnið "Tónlist fyrir alla". (Fskj. 11-99)
 7. Lagðar fram upplýsingar um "Evrópska viðurkenningu (European Label) sem er viðurkenning fyrir nýbreytni í tungumálanámi og –kennslu. (Fskj. 12-99)
 8. Lögð fram ályktun frá Samtökunum Barnaheill. (Fskj. 13-99)
 9. Lögð fram að nýju skýrsla frá íslenskukennurum í Valhúsaskóla varðandi þróunarverkefnið "Ritun í 8.-10. bekk". Skólanefnd þakkar kennurum vel unnið verk.
 10. Rætt um agamál í grunnskólum Seltjarnarness.
 11. Skólanefnd samþykkir að grípa til sérkennsluúrræða fyrir nemanda í Valhúsaskóla. Skólanefnd óskar eftir að Félagsmálaráð taki þátt í kostnaðinum.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:00.

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

 

Jónmundur Guðmarsson (sign.)

Árni Ármann Árnason (sign.)

Stefán Bergmann (sign.)

Inga Hersteinsdóttir (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?