Fara í efni

Skólanefnd

148. fundur 30. ágúst 2004

Þátttakendur:
Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson, Gunnar Lúðvíkdsson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri.

Leikskóli:
1. Fundargerðir 9. og 1. fundar leikskólastjóra lagðar fram. Fundargerðir samþykktar.
2. Kynning á reiknilíkani fyrir leikskóla. Skólanefnd fagnar gagnsæu og skýru líkani.
3. Handbók leikskólastjóra. Skólanefnd þakkar fyrir góða vinnu og glæsilega handbók.
4. Skýrsla leikskóla um námsferð til Madrid. Skólanefnd þakkar greinargóðar skýrslur.
5. Bréf dagsett 6. júlí 2004. Umsókn um breyttan dvalartíma. Skólanefnd hafnar umsókninni. Leikskólafulltrúa falið að svara erindinu.
6. Seldir dvalartímar eftir kl. 17:00. Skólanefnd samþykkir þá vinnureglu að lágmark séu 4 börn til þess að leikskólinn sé opinn til kl.17:30 sbr. vinnureglur hjá nokkrum öðrum sveitarfélögum. Samþykkt að setja í “Dvalarsamning fyrir leikskóla” þegar nýr verður prentaður.
7. Lokun leikskóla á aðfangadag og gamlársdag. Samþykkt að gera tilraun með að auglýsa lokun á aðfangadag og gamlásdag í ár. Samþykkt að setja í “Dvalarsamning fyrir leikskóla” þegar nýr verður prentaður.
8. Skólaþing 18. sept. 2004 - drög 2. Lögð fram og rædd.
9. Önnur mál:
a) Grænfáninn í Mánabrekku verður væntanlega dreginn að húni í september.
b) Fyrirhugað að halda sameiginlegan fyrirlestur fyrir leik- og grunnskóla að morgni 24. janúar 2005.

Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Lárus B Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?