Fara í efni

Skólanefnd

10. september 2013

257. (80) fundur skólanefndar var haldinn þriðjudaginn 10. september 2013, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Erlendur Magnússon, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Harðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

 1. Skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness.
  Ólína Thoroddsen, skólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness.
 2. Skýrsla námsráðgjafa Grunnskóla Seltjarnarness.
  Kynningu var frestað til næsta fundar.
  Ólína Thoroddsen og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir viku af fundi kl. 08:15. Anna Harðardóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir komu til fundar.
 3. Skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness.
  Anna Harðardóttir, aðstoðarskólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness.
 4. Þróunarverkefni í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2012070030
  Lagt fram til kynningar.
 5. Samstarf vegna leikskólabarna -málsnr. 2013060047
  Skólanefnd vísar samstarfsbeiðninni til stjórnenda Leikskóla Seltjarnarness.
 6. Umsókn um stuðning við barn í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2013060022.
  Skólanefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um samþykki fjárhags- og launanefndar.

  Anna Harðardóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, Svana Margrét Davíðsdóttir og Helga Ólafsdóttir viku af fundi kl. 08:35.
 7. Skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness.
  Baldur Pálsson, fræðslustjóri, greindi frá skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness.
 8. Framtíðaruppbygging þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof -málsnr. 2013060020.
  Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:00.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Erlendur Magnússon (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?