Fara í efni

Skólanefnd

16. október 2013

258. (81) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 16. október 2013, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Erlendur Magnússon, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Kristín Jónsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Rannveig Óladóttir, námsráðgjafi Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Svana Margrét Davíðsdóttir fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Ísak Arnar Kolbeins, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

 1. Skýrsla námsráðgjafa Grunnskóla Seltjarnarness -frestað frá síðasta fundi.
  Rannveig Óladóttir, námsráðgjafi, kynnti skýrslu námsráðgjafa Grunnskóla Seltjarnarness.

  Ólína Thoroddsen, Margrét Kristín Jónsdóttir, Rannveig Óladóttir og Helga Ólafsdóttir viku af fundi kl. 08:20. Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir komu til fundar.
 2. Samstarf vegna leikskólabarna, erindi frá leikskólastjóra Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2013060047
  Skólanefnd samþykkir erindið og felur leikskólastjóra eftirfylgni og mat á samstarfinu.
 3. Öryggismál á leikskólalóð Leikskóla Seltjarnarness –málsnr. 2013010059
  Starfshópur um öryggismál á leiksvæðum skilaði tillögum sínum. Skólanefnd samþykkir tillögur hópsins og mælist til þess að þær verði einnig nýttar í þágu Grunnskóla Seltjarnarness.

  Erlendur Magnússon vék af fundi kl. 08:45.
 4. Hádegishlé í leikskólum -málsnr. 2013100005.
  Skólanefnd tekur undir þau sjónarmið að mikilvægt sé að Seltjarnarnesbær sé samkeppnishæfur í kjaramálum starfsfólks leikskóla og vísar erindinu til Fjárhags og launanefndar.
 5. Framtíðaruppbygging þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof -málsnr. 2013060020.
  Skólanefnd afgreiðir skýrslu starfshóps til bæjarstjórnar og mælist til þess að frekari vinna verði lögð í útfærslur á tillögum starfshópsins. Erlendur Magnússon skilaði séráliti við skýrsluna.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:00.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Erlendur Magnússon (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?