Fara í efni

Skólanefnd

04. desember 2013

259. (82) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 4. desember 2013, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Erlendur Magnússon, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Helga Kr. Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Ísak Arnar Kolbeins, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Umsókn um styrk til útgáfu rits um innleiðingu grunnþátta menntunar í leikskólum - málsnr. 2013110028
    Skólanefnd samþykkir styrk að hámarki m.v. umbeðna upphæð.

    Helga Kr. Gunnarsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Helga Ólafsdóttir komu til fundar kl. 08:15.
  2. Úttekt á mötuneyti - málsnr. 2013120001
    Skýrsla lögð fram til kynningar.

    Soffía Guðmundsdóttir og Sigríður Elsa Oddsdóttir viku af fundi kl. 08:25.
  3. Niðurstöður samræmdra prófa í Grunnskóla Seltjarnarness
    Helga Kr. Gunnarsdóttir kynnti niðurstöður samræmdra prófa.
  4. Breyting á byrjun skóladags - málsnr. 2013100062
    Skólanefnd samþykkir að skipaður verði vinnuhópur um málið og felur fræðslustjóra frekari eftirfylgni.

    Ísak Arnar Kolbeins og Helga Ólafsdóttir viku af fundi kl. 09:00.
  5. Erindi v. nemanda í Grunnskóla Seltjarnarness - 2013120002
    Erindið lagt fram. Skólanefnd felur fræðslustjóra eftirfylgni við málið.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:35.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Erlendur Magnússon (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?