Fara í efni

Skólanefnd

12. mars 2014

261. (84) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 12. mars 2014, kl. 08:00 í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Erlendur Magnússon, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Harðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Ísak Arnar Kolbeins, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2014-2015 -málsnr. 2014030001.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að úthlutun.
  2. Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness 2014-2015 -málsnr. 2014030021.
    Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2014-2015.
  3. Stuðningur við leikskóladeild -málsnr. 2014020048.
    Skólanefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um samþykki fjárhags- og launanefndar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 08:40.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Erlendur Magnússon (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?