Fara í efni

Skólanefnd

11. júní 2014

263. (86) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 11. júní 2014, kl. 08:00 í Tónlistarskóla Seltjarnarness

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Davíð Birgisson Scheving, Erlendur Magnússon, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Svana Margrét Davíðsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Kári Húnfjörð Einarsson aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðjón Steinar Þorláksson, deildarstjóri í Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Tónlistarskóli Seltjarnarness
    Nýir stjórnendur skólans voru kynntir til leiks og Gylfi Gunnarsson gerði grein fyrir innritun fyrir skólaárið 2014-2015.
    Gylfi Gunnarsson, Kári Húnfjörð Einarsson og Guðjón Steinar Þorláksson viku af fundi. Soffía Guðmundsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir komu til fundar kl. 08:35.
  2. Erindi Foreldraráðs og Foreldrafélags Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2014060017.
    Lagt fram til kynningar.
  3. Samstarf vegna leikskólabarna skólaárið 2014-2015 -málsnr. 2014060019.
    Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  4. Ytra mat á Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2013120064.
    Lagt fram til kynningar.

    Soffía Guðmundsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir viku af fundi og Ólína Thoroddsen og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir komu til fundar kl. 09:20.
  5. Grunnskóli Seltjarnarness -undirbúningur skólaársins 2014-2015.
    Ólína Thoroddsen, skólastjóri, fór yfir skólaárið sem nú er að ljúka og gerði grein fyrir stöðu undirbúnings fyrir skólaárið 2014-2015.
  6. Erindi v. nemanda við Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2013120002
    Gögn lögð fram til kynningar. Fræðslustjóra falið að ljúka málinu.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:00.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Erlendur Magnússon (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?