Fara í efni

Skólanefnd

02. desember 2015

271. (94) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 2. desember 2015, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Pétur Jónsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Garðar Svavar Gíslason, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir, fulltrúi starfsmanna Leikskóla Seltjarnarness, Hildur Gylfadóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Viðmið um samskipti skóla og trúfélaga -málsnr. 2015120006.
    Bréf frá Siðmennt, dags. 1.12.2015, var lagt fram til kynningar.
    Skólanefnd ítrekar tilmæli sín frá 256. fundi nefndarinnar til skólastjórnenda um að litið sé til útgefinna viðmiða frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um samskipti skóla og trúfélaga.
  2. Starfshópur skólanefndar um framtíðaruppbyggingu þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof -málsnr. 2015040134.
    Skýrsla starfshóps var lögð fram til kynningar. Skólanefnd þakkar starfshópnum vel unnin störf og felur fræðslustjóra eftirfylgni málsins til bæjarráðs.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Hildur Gylfadóttir viku af fundi kl. 08:55.
  3. Niðurstöður samræmdra prófa í Grunnskóla Seltjarnarness.
    Helga Kristín Gunnarsdóttir kynnti niðurstöður samræmdra prófa 2015.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:25.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?