Fara í efni

Skólanefnd

16. apríl 2016

273. (96) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 16. mars 2016, kl. 08:00 í Grunnskóla Seltjarnarness -Mýrarhúsaskóla.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Garðar Svavar Gíslason, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Thelma Sigurbergsdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

Við upphaf fundar óskuðu fulltrúar skólanefndar Ólínu Thoroddsen til hamingju með ráðningu í starf skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness og buðu hana velkomna til samstarfs.

 1. Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2016-2017 -málsnr. 2016030042.
  Skólanefnd samþykkir tillögu að úthlutun með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
 2. Skóladagtal Grunnskóla Seltjarnarness, skólaárið 2016-2017 -málsnr. 2016010087.
  Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2016-2017.
 3. Frístund og Skólaskjól Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016030005.
  Lagt fram til kynningar.
  Guðmundur Ari Sigurjónsson lagði fram meðfylgjandi bókun vegna málsins.
 4. Úttekt á þjónustu fyrir börn og unglinga.
  Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu úttektarvinnu á þjónustu við börn og unglinga.
 5. Sumarbúðir CISV 2016 -málsnr. 2016030053.
  Lagt fram til kynningar.
  Guðmundur Ari Sigurjónsson lagði fram meðfylgjandi bókun vegna málsins.
 6. Fyrirkomulag og dagsetningar samræmdra könnunarprófa skólaárið 2016-2017 -málsnr. 2016030055.
  Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:20.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Bókun v. 3. liðs á dagskrá 273. fundar skólanefndar Seltjarnarness

Ég vil byrja á að þakka foreldrafélaginu fyrir mjög gott bréf og ítreka þá afstöðu minnihlutans um að brýnt sé að bæta aðstöðu og faglegt innra starf skólaskjólsins. Í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2015 bar minnihlutinn upp sameiginlega tillögu um að setja 500 þúsund króna auka fjárveitingu í skólaskjólið til að koma á laggirnar nýjum verkefnum og kaupa nýjan búnað en þeirri tillögu var hafnað á þeim forsendum að það skorti ekki fjármagn í skólaskjólið og að skjólið mundi fá það fé sem það þyrfti til að efla starfið. Í erindi foreldrafélagsins eru talin upp fjölmörg atriði sem ráðast þarf í varðandi hljóðvist, tæki og aðstöðu.

 • Ég spyr því ef það er ekki fjármagnið sem skortir til að bæta innra starfið, mæla hljóðvist og kaupa tæki, hvað er það þá?

Ég fagna einnig þeirri tillögu sem fram kemur í bréfi foreldrafélagsins að leitað verði til sérfræðinga úr frístundaheimili þar sem fram fer faglegt starf til að taka út stöðu skólaskjólsins. Í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016 var ákveðið að setja fjármagn í úttekt á skólaskjólinu og kaupa sérfræðinga til að taka út starfið og koma með tillögur að endurbótum. Nú er vitað að Capacent er farið af stað með úttekt á skjólinu ásamt fleiri stofnunum á vegum bæjarins.

 • Hver valdi hvaða sérfræðingar voru fengnir til að taka út starfssemi skólaskjólsins?
 • Hversu mikið kostar úttektin?
 • Fór fram útboð?
 • Hvaða sérfræðiþekkingu hefur Capacent á innra starfi frístundaheimila?
 • Hvenær er áætlað að Capacent skili niðurstöðum sínum?
 • Mun skólanefnd fá kynningu á niðurstöðunum?

Óskað er eftir skriflegum svörum.

Guðmundur Ari Sigurjónsson fulltrúi Samfylkingar Seltirninga

Bókun v. 5. liðs á dagskrá 273. fundar skólanefndar Seltjarnarness

Hér er á ferðinni skemmtilegt verkefni og alltaf gaman að styðja við verkefni af þess tagi. Tvær praktískar spurningar.

 • Hvar eiga þessar sumarbúðir að fara fram?
 • Hvar munu leikjanámskeið Seltjarnarnesbæjar fara fram?

Eftir að vinnuhópur skilaði niðurstöðum hvernig Seltjarnarnesbær gæti tekið á móti 12 mánaða börnum í leikskólanum síðastliðið haust fór fram umræða um að fyrsta skrefið væri að færa starfsemi skólaskjólsins. Þetta var nauðsynlegt skref til að liðka fyrir færslu á 5 ára börnum upp í Mýró og að hægt væri að taka við yngri börnum í leikskólann. Tímaramminn sem talað var um var að vinna að þessum breytingum á þremur árum og stefna að því að opna nýtt skólaskjól næsta haust. Nú er kominn 16. mars og ekkert hefur heyrst af málinu nema við sjáum hér að það eigi að gefa félagasamtökum afnot af Mýrarhúsaskóla í sumar.

 • Þýðir þetta að ekki verði farið í framkvæmdir í sumar við að færa skólaskjólið eða í það minnst að bæta það húsnæði sem við bjóðum upp á í dag?
 • Hvar var sú ákvörðun tekin og hvaða rök liggja að baki ákvörðunarinnar?

Óskað er eftir svörum skriflega

Guðmundur Ari bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?