Fara í efni

Skólanefnd

20. apríl 2016

274. (97) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 20. apríl 2016, kl. 08:00 í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Magnús Örn Guðmundsson, Karl Pétur Jónsson, Ólína Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Garðar Svavar Gíslason, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Margrét Sigurgeirsdóttir, verkefnastjóri við Grunnskóla Seltjarnarness, Anna Harðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Kristinn Ingvarsson, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Stefanía Helga Sigurðardóttir, fulltrúi Ungmennaráðs Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

 1. Skóladagtal Leikskóla Seltjarnarness, skólaárið 2016-2017 -málsnr. 2016010087.
  Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Leikskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2016-2017.
  Bókun: Skólanefnd ítrekar að öllum framkvæmdum við húsnæði og lóð leikskólans, tiltekt og þrifum þeim fylgjandi sé lokið fyrir opnun leikskólans í ágúst.

  Anna Harðardóttir og Kristinn Ingvarsson viku af fundi kl. 8:20. Ólína Thoroddsen, Margrét Sigurgeirsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Garðar Svavar Gíslason komu til fundar.
 2. Spjaldtölvuvæðing i Grunnskóla Seltjarnarness.
  Margrét Sigurgeirsdóttir, verkefnastjóri við Grunnskóla Seltjarnarness, gerði grein fyrir framgangi og stöðu spjaldtölvuvæðingar í skólanum auk hugmynda um framhald verkefnisins. Skólanefnd óskar eftir skriflegri samantekt frá skólanum um stöðu mála og hugmyndum um næstu skref.
 3. Umsókn um styrk til þróunarverkefnis í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2016040101.
  Skólanefnd samþykkir umbeðna styrkveitingu í þágu þróunarverkefnis við Grunnskóla Seltjarnarness. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.

  Ólína Thoroddsen, Margrét Sigurgeirsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Garðar Svavar Gíslason viku af fundi kl. 9:00. Kári Húnfjörð Einarsson kom til fundar.
 4. Skóladagtal Tónlistarskóla Seltjarnarness, skólaárið 2016-2017 -málsnr. 2016010087.
  Skólanefnd samþykkir tillögu að skóladagatali fyrir Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2016-2017.
 5. Samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms -málsnr. 2016040073.
  Lagt fram til kynningar.
 6. Svör við bókunum við mál nr. 3 og 5 á dagskrá 273. fundar skólanefndar 16.03.2016 -málsnr. 2016030005 og málsnr. 2016030053.
  Formaður skólanefndar lagði fram svör við umræddum bókunum.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:20.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign.)

Guðmundur Ari Sigurjónsson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Karl Pétur Jónsson (sign.)

Magnús Örn Guðmundsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?