Fara í efni

Stjórn veitustofnana

05. desember 2017

127. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 5. desember 2017 kl. 16:30 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg og Axel Kristinsson.

Lýður Þór Þorgeirsson boðaði forföll.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðstjóri.

Undir lið nr. 1 sat Hrefna Kristmannsdóttir.

Dagskrá:

  1. Útblástur frá dælustöð.
    Hrefna Kristmannsdóttir, sérfræðingur fór yfir gufuútblástur frá dælustöð við Lindarbraut. Lagt fram minnisblað, þar sem fram kemur m.a. að uppruni gastegunda í vatni á lághitasvæðum er fyrst og fremst andrúmsloft. Mjög lítið magn gufu berst frá dælustöðinni á Lindarbraut og efnainnihald hennar er skaðlaust.


  2. Önnur mál.

    GH upplýsti að framkvæmdir við stofnlagnir eru nú í fullum gangi við Sefgarða. Heimæðatengingar við hjúkrunarheimilið eru á loka stigi.

Fundi slitið kl. 17:20

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Magnús Dalberg (sign.) Axel Kristinsson (sign.) og Gísli Hermannsson (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?