Fara í efni

Stjórn veitustofnana

58. fundur 04. nóvember 2004

58. Fundur stjórnar veitustofnana, haldinn fimmtudaginn 04.11.04 kl. 08.30 í fundarsal bæjarstjórnar.

Mættir: Guðjón Jónsson, Jens Andrésson, Pétur Árni Jónsson, Guðmundur Jón Helgason, Jón H. Björnsson, hitaveitustjóri og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá

1.Rekstur Hitaveitu Seltjarnarness: Formaður gerði grein fyrir rekstri hitaveitunnar það sem af er ári og drögum að fjárhagsáætlun næsta árs. Ljóst er að verulega hefur dregið úr tekjum veitunnar vegna minnkandi sölu á heitu vatni. Stjórnin samþykkti samhljóða:

a. Gjaldskrá veitunnar fyrir heitt vatn til húshitunar, snjóbræðslu og iðnaðar verður hækkuð um 5% frá og með 01.11.04 eða úr 39 kr./tonn í 41 kr/tonn að viðbættum 14% vsk. Fastagjald verður óbreytt.

b. Fjárhagsáætlun Hitaveitu Seltjarnaress fyrir árið 2005. Í áætluninni er m.a. gert ráð fyrir 10% hækkun gjaldskrár fyrir heitt vatn til húshitunar, snjóbræðslu og iðnaðar hinn 1. janúar nk. Þá hækkar fastagjald úr 3000 kr. per mæli í 5000 kr. Stjórn hyggst endurmeta ákvörðun sína í desember þegar rekstrarafkoma HS árið 2004 liggur fyrir. Gjaldskrá HS verður sem fyrr umtalsvert lægri en annarra sambærilega veitna

2. Önnur mál

a. Vatnsréttindi Seltjarnarnesbæjar. Stjórn HS telur mjög áhugavert að veitan eignist vatnsréttindi bæjarins og undirbyggi þannig rekstrarlegt sjálfstæði sitt. Formanni falið að leggja fram verðhugmyndir.

b. Erindi Verkfræðistofunnar Útrásar um fjölnýtingu jarðhita á Seltjarnarnesi. Stjórn er áhugasöm um nýtingu jarðvarma HS til raforkuframleiðslu en telur ekki tímabært að taka afstöðu til málsins fyrr en meiri reynsla er komin á sambærileg verkefni á vegum annarra veitna.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 09:20

Jónmundur Guðmarsson

(sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?