Fara í efni

Stjórn veitustofnana

29. janúar 2019

133. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2019 kl. 12:30.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.

Einnig fóru með í för Hrefna Kristmannsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, og Gísli Hermannsson veitustjóri.

Dagskrá:

Stjórnin fór saman í vettvangsskoðun að Flúðum til að skoða raforkuframleiðslu úr sjóðandi lághita.

Fyrirtækið Varmaorka kynnti starfsemi sína á staðnum en Varmaorka er íslenskt fyrirtæki sem leggur áherslu framleiðslu rafmagns á jarðhitasvæðum. Rædd voru tækifæri þar sem jarðhiti er um og yfir 100 gráður. Varmaorka er að þróa, reisa og starfrækja smáar jarðhitavirkjanir á Íslandi.

Stjórnin þakkar góða kynningu á þessu verkefni, sem fyrirtæið rekur á Flúðum við Kópsvatn.

Heimsókn lauk og fundi slitið kl. 18:15

Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign) og Gísli Hermannsson (sign), Garðar Gíslason (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?