Fara í efni

Stjórn veitustofnana

28. febrúar 2019

134. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 2019 kl. 16:00.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.

Einnig sátu fundinn Gísli Hermannsson veitustjóri og Hrefna Kristmannsdóttir.

Dagskrá:

  1. Veitustjóri fór yfir samantekt sína eftir heimsókn stjórnarinnar og kynningu Varmaorku á raforkuframleiðslu úr sjóðandi lághita 29.01.2019.

  2. HK lagði til að gerð yrði úttekt á mögulegum kostum á breyttri vinnslu úr jarðhitasvæðinu og áhrifum á forða þess. Veitustjórn samþykkir þessa úttekt og felur veitustjóra og HK verkefnið.

  3. Veitustjóri fór yfir stöðu verkefna hjá hitaveitunni í dag og næstu mánuði við stofnlagnir.

Fundi slitið kl. 18:00

Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign), Gísli Hermannsson (sign) og Garðar Gíslason (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?