Fara í efni

Stjórn veitustofnana

08. júlí 2019

136. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 8. júlí 2019 kl. 16:15.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.

Einnig sátu fundinn Gísli Hermannsson veitustjóri.

Undir lið 1 sat Hrefna Kristmannsdóttir.

Dagskrá:

 1. Vinnslueftirlit 2018-2019.
  Hrefna Kristmannsdóttir kynnti niðurstöður vinnslueftirlits með jarðhitasvæðinu á Seltjarnarnesi fyrir árið 2018 og áhrif vinnslunnar á jarðhitasvæðið á Seltjarnarnesi. Almenn niðurstaða er að ástand jarðhitasvæðisins er í jafnvægi ekki sjáanlegar neinar breytingar.

 

 1. Borun hitastigulshola á Seltjarnarnesi haustið 2018
  Til að auka þekkingu á jarðhitakerfinu á Seltjarnarnesi var ákveðið af veitustjórn að bora nokkrar grunnar rannsóknarholur. Tvær holur voru boraðar árið 2014 og síðan tvær sl. haust 2018.

  Hrefna Kristmannsdóttir kynnti niðurstöður nýrra hitastigulsborana og áhrif þeirra á skilning á gerð jarðhitasvæðisins á Seltjarnarnesi, en boraðar voru tvær 150 m djúpar hitastigulsholur á Seltjarnarnesi sl. haust.
 2. Framkvæmdir í sumar og næsta haust.
  Gísli Hermannson veitustjóri fór yfir framkvæmdir sem eru í gangi og væntanlegar framkvæmdir í vetur.
 3. Samþykktir fyrir fráveitu Seltjarnarness.
  Formaður lagði fram reglugerðarbreytingu fyrir fráveitu Seltjarnarnesbær drögin hafa verið yfirfarin af Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. Veitustjórn samþykkir að senda fyrirliggjandi drög í rýni til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 4. Áhættumat fyrir hitaveitu.
  Í skýrslu Verkís frá árinu 2015 var gerð greinagerð um nústöðu Hitaveitunnar. Þar kom fram mikill fróðleikur um hitaveitukerfið á Nesinu. Í sömu skýrslu kemur ekki fram áhættumat fyrir veiturnar. Stjórn óskar eftir að veitustjóri setji fram helstu tilvik varðandi mat á áhættu og möguleg viðbrögð við þeim.

Fundi slitið kl. 18:05

Ásgerður Halldórsdóttir (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg (sign), Gísli Hermannsson (sign) og Garðar Gíslason (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?